Samantekt
Gengi krónunnar, mælt með gengisvísitölu krónunnar, veiktist um 6,4% sé horft á breytingu milli upphafs og loka síðasta árs. Þetta er annað árið í röð sem krónan veikist en hún veiktist lítillega árið 2017, um 0,7%. Síðustu fjögur árin þar á undan hafði hún styrkst á hverju ári og styrktist hún um 18,4% yfir árið 2016. Það var mesta styrking krónunnar gagnvart viðskiptaveginni myntkörfu í íslenskri hagsögu en Seðlabankinn hóf að birta útreikning á gengisvísitölum árið 1992.