Hagsjá: Hvernig hagfræðingum gekk að spá fyrir um 2019
Samantekt
Við vorum bjartsýnust og bjuggumst við 4% hagvexti á meðan Hagstofan og Seðlabankinn áttu von á að hagvöxturinn yrði rétt við eða aðeins undir 3%. Vorið 2019 urðu nokkur áföll í útflutningsatvinnuvegum þegar WOW air hætti starfsemi og endanlega var útséð um loðnuveiðar á árinu. Eins og ætla mætti hafði þetta áhrif á hagvaxtarspár, en í spám allra þriggja aðila sem birtar voru í maí 2019 höfðu horfurnar verið færðar verulega niður og gert ráð fyrir samdrætti, sem yrði í mesta lagi 0,5%.
Samkvæmt þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í lok febrúar 2020 jókst landsframleiðslan um 1,9% að raunvirði milli ára. Munur á spánum sem birtar voru 2018 og rauntölum liggur að miklu leyti í að gert var ráð fyrir mun meiri fjárfestingu og útflutningi. Á móti kemur að einnig var gert ráð fyrir meiri innflutningi sem kemur til frádráttar. Munurinn á spánum sem birtar voru eftir þessi áföll í ferðaþjónustu og sjávarútvegi og þjóðhagsreikningum liggur fyrst og fremst í að allir þrír spáaðilar vanmátu umfang samdráttar á innflutningi milli ára.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Hvernig hagfræðingum gekk að spá fyrir um 2019 (PDF)