Samantekt
Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands var umtalsvert meiri hagvöxtur á síðasta ári en spár gerðu ráð fyrir. Landsframleiðslan jókst um 4,7% á fjórða ársfjórðungi borið saman við sama tímabil árið áður, 0,4% á þriðja ársfjórðungi, 2,8% á öðrum fjórðungi en 0,4% samdráttur mældist á fyrsta fjórðungi. Yfir árið í heild mældist 1,9% hagvöxtur sem er mun meiri vöxtur en vænst hafði verið. Þrátt fyrir töluverðan hagvöxt voru umsvif í hagkerfinu engu að síður að dragast saman því þjóðarútgjöld lækkuðu um 0,1% milli ára og hagvöxtur á hvern íbúa var neikvæður um 0,3%. Hagvöxturinn á síðasta ári skýrist því fyrst og fremst af miklum samdrætti í innflutningi.