Samantekt
Gistinóttum Íslendinga á hótelum hér á landi fjölgaði um 4,1% í september miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn síðan í desember á síðasta ári að gistinóttum Íslendinga fjölgar á 12 mánaða grundvelli en töluvert mikill samdráttur hefur mælst í gistinóttum þeirra á árinu. Þannig mældist fækkunin á bilinu 8-20% á fyrstu 7 mánuðum ársins. Samtals fækkaði gistinóttum Íslendinga um 10,7% á fyrstu 9 mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Gistinóttum Íslendinga fjölgar í fyrsta sinn síðan í desember í fyrra (PDF)(/Uploads/Documents/Hagsja/2019-11-05-Gistinaetur-Islendinga-i september.pdf)