Samantekt
Þjónustuútflutningur á fyrsta fjórðungi ársins nam 131,7 mö.kr. og dróst hann saman um rúmar 100 m.kr., eða 0,1%, á milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar tæpum 102 mö.kr. og jókst hann um 6,7 ma.kr., eða 7,1%, á milli ára. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 29,7 ma.kr. og sem er um 6,8 ma.kr. minni afgangur en á sama tíma í fyrra. Minni afgangur nú skýrist nánast eingöngu af meiri innflutningi þjónustu. Þetta er minnsti afgangur af þjónustuviðskiptum á fyrsta ársfjórðungi síðan árið 2016, en þá nam hann 28,6 mö.kr. Þrátt fyrir að hafa dregist aðeins saman er afgangur af þjónustuviðskiptum við útlönd hár í sögulegu ljósi og er þetta þriðji mesti afgangur af þjónustujöfnuði í íslenskri hagsögu á eftir árunum 2017 og 2018.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Fjöldi erlendra ferðamanna dregst saman en einnig brottfarir Íslendinga (PDF)