Samantekt
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,24% milli mánaða í september og mælist 12 mánaða verðbólga nú 2,7%, samanborið við 2,6% í ágúst. Vísitalan án húsnæðis hækkaði um 0,26% milli mánaða og mælist 1,8% verðbólga á þann mælikvarða á ársgrundvelli, samanborið við 1,3% í ágúst. Mælingin var rétt undir væntingum, en við, Arion banki og Íslandsbanki höfðum öll spáð +0,3% milli mánaða.
Hagsjá: Dregur saman með vísitölu neysluverðs, með og án húsnæðis (PDF)