Samantekt
Heildarútflutningur sjávarafurða á seinasta ári var tæpir 200 ma. kr., sem er um 16% af öllum útflutningi. Bretland er stærsti kaupandi íslenskra sjávarfurða og hefur verið í því hlutverki síðustu áratugi. Árið 2017 voru fluttar út sjávarafurðir til Bretlands fyrir um 30,6 ma. kr., en það gerir um 15,5% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða sama ár. Til samanburðar var það land sem kom næst á eftir, Frakkland, með innflutning upp á 22,3 ma. kr. sem gerir 11,3% af heildarútflutningi sjávarafurða frá landinu. Í þriðja sæti var svo Spánn með 19,2 ma. kr. sem gerir 9,7%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Bretland enn stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir (PDF)