Hag­sjá: At­vinnu­leysi aldrei ver­ið meira – og á eft­ir að aukast

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í lok mars 9,2%. Almennt atvinnuleysi var 5,7% og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls 3,5%, samtals 9,2%. Þessi tvískipting atvinnuleysis í hefðbundið atvinnuleysi annars vegar og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls hins vegar gerir allan sambanburð í tíma erfiðan.
20. apríl 2020

Samantekt

Samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í lok mars 9,2% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Í lok mars voru um 38.600 manns á atvinnuleysisskrá, að meðtöldum þeim sem fá atvinnuleysisbætur vegna skerts starfshlutfalls.

Hér er um nær einstakt stökk að ræða í atvinnuleysi milli mánaða, en atvinnuleysi í febrúar var 5%. Aukningin er þannig 4,2 prósentustig. Á milli desember 2008 og janúar 2009 jókst atvinnuleysi um 1,8 prósentustig, úr 4,8% í 6,6%. Almennt atvinnuleysi var 5,7% í mars og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls 3,5%, samtals 9,2%.

Um 33 þúsund manns höfðu í vikunni sótt um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls sem er mun meira en reiknað var með. Áhrifin af þeirri aðgerð koma þó ekki fram að fullu fyrr en í atvinnuleysistölum fyrir apríl. Nýjum umsóknum um atvinnuleysisbætur vegna skerts starfshlutfalls hefur þó farið fækkandi eftir því sem liðið hefur meira á aprílmánuð sem eru jákvæðar fréttir.

Þessi tvískipting atvinnuleysis í hefðbundið atvinnuleysi annars vegar og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls hins vegar gerir allan samanburð í tíma erfiðan. Erfitt er að segja til um hvort einhver hluti þeirra sem eru nú á atvinnuleysisbótum í skertu starfshlutfalli fer til sömu starfa aftur á næstu mánuðum eins og vonir standa til.

Að mati Vinnumálastofnunar er líklegt að atvinnuleysi verði um 17% á landinu öllu í apríl. Fram til þessa er mesta atvinnuleysið sem mælst hefur í einum mánuði 9,3% í febrúar og mars 2010.

Suðurnesin skera sig nokkuð frá heildinni, en atvinnuleysi þar var orðið um 9% áður en Covid-faraldurinn braust út og hefur aukist mikið síðan. Það var orðið 14% í mars og verður væntanlega um eða yfir 20% í apríl.Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var 5% í febrúar og fór upp í 9,6% í mars. Þá er einnig ljóst að atvinnuleysi mun bitna illa á minni stöðum á landinu sem eru hvað mest háðir ferðaþjónustu, t.d. Mýrdalshreppi, Skaftárhreppi og Skútustaðahreppi. Á þessum stöðum er reiknað með allt að 40% atvinnuleysi.

Sé litið á hlutfallslega breytingu atvinnuleysis milli febrúar og mars kemur hins vegar í ljós að atvinnuleysið hefur aukist hlutfallslega minnst á Suðurnesjum og mest á Suðurlandi og Austurlandi. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að atvinnuleysið á Suðurnesjum var þegar orðið meira í febrúar en það varð í mars á Suðurlandi og Austurlandi.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði á dögunum að atvinnuleysi hér á landi yrði að meðaltali 8% á þessu ári, og 7% á því næsta. Til samanburðar var atvinnuleysið hér 3,6% á árinu 2019. Það er auðvitað erfitt að spá fyrir um atvinnuleysi það sem eftir lifir ársins 2020. Fyrir nokkrum vikum var frekar reiknað með því að þetta áfall gæti orðið skammvinnt, en bjartsýnin hefur farið dvínandi. Það skiptir auðvitað miklu máli hve langt er í að hjól atvinnulífsins fari að snúast aftur með eðlilegum hætti og fólk á atvinnuleysisbótum vegna skerts starfshlutfall komist aftur til starfa.

Aðstæður á vinnumarkaði hafa gjörbreyst á örskömmum tíma líkt og nær allar aðstæður í hagkerfinu. Atvinnuleysi mun væntanlega aukast töluvert í apríl. Ætlunin var að nýjar reglur um atvinnuleysisbætur vegna skerts starfshlutfalls giltu út maí, en nú er verið að ræða mögulega framlengingu á þeim úrræðum og þá er einnig verið að meta hvernig þessi úrræði hafa komið út og hvort þörf sé á nýjum og annarskonar úrræðum.

Eins og gildir um stóra hluta hagkerfisins er vinnumarkaðurinn á óþekktum slóðum og því erfitt að spá um hvenær tekur að birta til aftur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi aldrei verið meira – og á eftir að aukast (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur