Samantekt
Þjónustuútflutningur nam 175,7 mö. kr. á öðrum ársfjórðungi samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Hagstofunnar. Þetta er 7,2% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra. Þjónustuinnflutningur nam 120,8 mö. kr. á öðrum fjórðungi og jókst öllu meira, eða um 17,8% frá sama tímabili í fyrra. Afgangur af þjónustujöfnuði nam því 55 mö. kr. og dróst saman um 10,5% milli ára.
Þetta er minnsti afgangur af þjónustujöfnuði síðan árið 2014 þegar hann nam 32,3 mö. kr. Á árabilinu 2015-2017 lá afgangurinn á bilinu 61,2 til 64,5 ma. kr. Minni afgangur nú en í fyrra liggur einfaldlega í því að upphæð innflutnings hækkaði meira en upphæð útflutnings. Þannig jókst útflutningur um 7,8 ma. kr. en innflutningur um 18,3 ma. kr.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Afgangur af þjónustujöfnuði ekki minni síðan 2014 (PDF)