Verðbólga mældist 5,8% í júní og hjaðnaði í takt við væntingar. Verð á fötum og skóm lækkaði örlítið og það sama á við um verð á húsgögnum og heimilisbúnaði. Þessa nýjustu verðbólgumælingu má líklega túlka sem merki um kraftminni innlenda eftirspurn.
Við teljum að verðbólga verði tregbreytanleg á næstu mánuðum og haldist nær óbreytt fram á haustið. Í ljósi þess spáum við því að vöxtum verði haldið óbreyttum í ágúst en teljum hugsanlegt að vaxtalækkunarferli hefjist í október eða nóvember, allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar.
Velta í hagkerfinu dróst saman á milli ára á fyrstu fjórum mánuðum ársins, samkvæmt gögnum Hagstofunnar sem birt voru í síðustu viku. Velta í ferðaþjónustu jókst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu dróst saman en velta í lyfjaframleiðslu jókst til muna.
Íbúðaverð hélt áfram að hækka í maí og vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða. Verðið hefur nú hækkað um 8,4% á síðustu 12 mánuðum og er hækkunin þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir.
Lítillega virðist hafa dregið úr spennu á vinnumarkaði á síðustu mánuðum og eftirspurn eftir vinnuafli hefur tekið að róast. Launahækkanir eru þó nokkuð minni en í fyrra, enda kveða nýir kjarasamningar á um mun hóflegri hækkanir en þeir síðustu, og atvinnuleysi er lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Lesa fréttabréfið í heild:
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).









