Enn­þá spenna á vinnu­mark­aði þótt hægi á efna­hags­um­svif­um

Vinnumarkaðurinn hefur staðið af sér vaxtahækkanir síðustu ára og þótt eftirspurn eftir starfsfólki hafi minnkað er enn þó nokkur spenna á markaðnum. Nýir kjarasamningar kveða á um hóflegri launahækkanir en þeir síðustu og líklega dregur úr launaskriði eftir því sem þensla í hagkerfinu minnkar.
Kranar á byggingarsvæði
15. maí 2024

Þegar heimsfaraldrinum linnti færðist hratt spenna yfir íslenskan vinnumarkað. Eftirspurn eftir vinnuafli  var í hæstu hæðum, atvinnuleysi undir 3% og laun hækkuðu verulega, bæði vegna ríflegra kjarasamningsbundinna hækkana en einnig launaskriðs. Launavísitalan hækkaði um 8,3% árið 2022 og um 9,8% á síðasta ári.

Gengið illa að draga úr spennu

Allt frá því peningastefnunefnd Seðlabankans hóf að hækka vexti hefur eitt helsta keppikeflið verið að draga úr spennu á vinnumarkaði. Með auknum slaka á vinnumarkaði minnkar eftirspurn eftir vinnuafli, samningsstaða launafólks versnar og þannig minnka líkurnar á óhóflegum launahækkunum sem kynda undir þenslu í hagkerfinu. Þótt vextir hafi borið árangur víða í hagkerfinu, hægt á íbúðaverðshækkunum og dregið úr einkaneyslu, hefur ekki enn tekist að draga nægilega úr spennu á vinnumarkaði. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust stjórnendur 63% fyrirtækja að þeir teldu nægt framboð af starfsfólki en 37% töldu skorta starfsfólk. Þótt hlutfall þeirra stjórnenda sem telja vanta starfsfólk sé lægra en það var rétt eftir faraldurinn eru hlutföllin nú svipuð og þau voru á árunum 2017 og 2018 þegar ferðaþjónustan var í örum vexti. Eftirspurn eftir starfsfólki er mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem 47% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki. Eftirspurnin er einnig þó nokkur í greinum tengdum ferðaþjónustu, verslun og iðnaði.

Hverjar eru horfurnar á vinnumarkaði?

Í nýrri hagspá sem nær til ársins 2026 spáum við meðal annars fyrir um horfur á vinnumarkaði. Við gerum ráð fyrir að laun hækki þónokkuð minna næstu ár en á síðustu tveimur árum, um 6,6% á þessu ári, 6,1% á næsta ári og um 5,5% árið 2026.

Sé miðað við verðbólguspá okkar má gera ráð fyrir að kaupmáttur aukist um 0,6% á þessu ári, 1,6% á því næsta og 2% árið 2026. Kaupmáttaraukningin er þó nokkuð undir meðalaukningu síðustu ára en eykst þó eftir því sem líður á spátímann og verðbólga hjaðnar.

Launaspáin byggir aðallega á nýjum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum og þeirri forsendu að samningar á vinnumarkaðnum í heild taki að miklu leyti mið af þeim sem þegar hafa verið undirritaðir. Þótt prósentuhækkanir séu á bilinu 3,25%-3,5% er í samningunum gert ráð fyrir lágmarkshækkun sem tryggir að tekjulægstu hóparnir fái hlutfallslega meiri launahækkun, sem eykur lítillega hlutfallshækkunina í heild.

Spenna á vinnumarkaði kyndir undir launaskrið

Í ljósi þrálátrar spennu á vinnumarkaði má ætla að áfram beri á nokkru launaskriði. Hversu mikið launaskriðið verður fer að miklu leyti eftir því hversu hratt aðhaldssöm peningastefna slær á eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum og árum. Undir lok síðasta árs var fjárfesting minni en árið á undan og það sama má segja um einkaneyslu. Kortavelta landsmanna hefur minnkað statt og stöðugt síðustu 12 mánuði og ekki ólíklegt að sú þróun haldi áfram á meðan vextir eru eins háir og raun ber vitni.

Við spáum því að einkaneysla aukist hóflega á þessu ári og að hátt vaxtastig haldi aftur af henni. Þegar vextir taka að lækka er viðbúið að einkaneysla aukist meira, en þó lítið í sögulegu samhengi. Við spáum því að einkaneysla aukist um 0,9% á þessu ári, 1,8% á næsta ári og loks um 2,5% á árinu 2026.

Hófstilltar sveiflur í atvinnuleysi

Þrátt fyrir aukinn slaka á vinnumarkaði næstu mánuði teljum við að atvinnuleysi aukist fremur hóflega. Almennt virðist aukinn hreyfanleiki vinnuafls og aðflutningur launafólks hingað til lands draga úr sveiflum í atvinnuleysi. Þegar umsvif aukast og störfum fjölgar er eftirspurn eftir vinnuafli að miklu leyti mætt með aðflutningi launafólks án þess að það fækki verulega í hópi atvinnulausra. Þegar hægir á í efnahagslífinu og störfum fækkar flytur svo hluti vinnuaflsins úr landi og litlar breytingar verða á atvinnuleysi. Minnkandi efnahagsumsvif auka þannig minna á atvinnuleysi en ella. Við spáum því þó að atvinnuleysi aukist lítillega á næstu misserum, verði að meðaltali 4,0% í ár, 4,2% á næsta ári og 3,9% árið 2026.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur