Þjóð­hags- og verð­bólgu­spá 2018-2020

Efnahagsástandið hér á landi er á flesta mælikvarða mjög gott. Hagvöxtur hefur verið kröftugur og verðbólga lág síðustu ár. Á næstu árum er útlit fyrir að það hægi allnokkuð á hagvexti samhliða aðlögunartímabili í ferðaþjónustugeiranum sem vaxið hefur á ofurhraða síðustu sjö ár.
30. maí 2018

EEfnahagsástandið hér á landi er á flesta mælikvarða mjög gott. Hagvöxtur hefur verið kröftugur og verðbólga lág síðustu ár. Á næstu árum er útlit fyrir að það hægi allnokkuð á hagvexti samhliða aðlögunartímabili í ferðaþjónustugeiranum sem vaxið hefur á ofurhraða síðustu sjö ár.

>> Hér má lesa þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans í heild sinni (PDF)

Verðbólguhorfur eru almennt góðar, enda líklegt að það dragi verulega úr spennu í ljósi þess að umsvif í hagkerfinu verða meira í samræmi við langtíma hagvaxtargetu þjóðarbúsins en verið hefur síðustu ár. Ekki er þörf fyrir neina sérstaka aðlögun eða lendingu hagkerfisins þar sem ójafnvægi hefur ekki myndast að nokkru ráði eins og oft áður eftir langt þenslutímabil. Þar vegur þyngst að skuldastaða heimila, fyrirtækja, ríkissjóðs og þjóðarbúsins í heild er nú með besta móti þrátt fyrir töluverða þenslu í hagkerfinu síðustu ár.

Hagvöxtur í fyrra var 3,6% samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta er nokkuð minni hagvöxtur en við höfðum spáð í nóvember í fyrra þar sem gert var ráð fyrir 5,5% hagvexti. Þetta var engu að síður kröftugur hagvöxtur og vel yfir 2,8% meðalhagvexti undanfarinna 30 ára.

Við reiknum með því að hagvöxtur á yfirstandandi ári verði áfram yfir meðallagi, eða 4,1%. Árin 2019 og 2020 er reiknað með því að það hægi allnokkuð á hagvexti og að hann verði rétt undir langtímameðaltali, eða um 2,4% bæði árin. Hagvöxtur verður nokkuð almennur næstu ár - megindrifkrafturinn verður vöxtur einkaneyslu en framlag fjármunamyndunar, útflutnings og samneyslu verður jafnframt jákvætt allt spátímabilið.

Lág verðbólga um þessar mundir skýrist að stærstum hluta af því að hækkun húsnæðiskostnaðar hefur hjaðnað samhliða dvínandi áhrifum lækkandi innflutningsverðs. Líkt og undanfarin tvö ár er líklegt að verulegur hluti aukinnar eftirspurnar í gegnum einkaneyslu og fjárfestingu snúi að innflutningi sem dregur verulega úr verðbólguáhrifum aukinnar eftirspurnar innanlands. Viðvarandi afgangur af viðskiptajöfnuði við útlönd, ásamt hagstæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins, bendir til þess að krónan verði að jafnaði tiltölulega stöðug á spátímanum.

Sterk staða krónunnar, lág verðbólga og aukinn trúverðugleiki peningastefnunnar hefur skilað sér í því að verðbólguvæntingar eru almennt í nokkuð góðu samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.

Við teljum því að verðbólguhorfur til næstu ára séu góðar, þrátt fyrir að búast megi við að verðbólgan aukist lítillega miðað við undanfarin þrjú ár. Að teknu tilliti til alls þessa spáir Hagfræðideild að verðbólgan verði að meðaltali 2,4% á þessu ári og 2,8% að meðaltali á næstu tveimur árum.

Ýmsir óvissuþættir gætu haft veruleg áhrif á spána

Umtalsverð óvissa er um þróun efnahagsmála á næstu árum sem gæti leitt til töluverðra frávika frá spá Hagfræðideildar. 

Þar ber fyrst að nefna mikla óvissu um fjölgun ferðamanna á næstu árum. Spáin gerir ráð fyrir lítilsháttar fjölgun ferðamanna en ef ferðamönnum fækkar í stað þess að fjölga á næstu misserum myndi það að öðru óbreyttu draga talsvert úr hagvexti í gegnum minni útflutning, minni einkaneyslu og minni fjárfestingu. Auk þess myndi það hafa í för með sér veikari krónu en ella og hærri verðbólgu. 

Gengisþróun krónunnar er annar veigamikill óvissuþáttur í verðbólguþróun næstu ára. Óvissa í gengisþróun tengist að vissu leyti þróuninni í ferðaþjónustu en einnig óvissu varðandi fjárfestingaflæði til og frá landinu. Þessu til viðbótar er töluverð óvissa um verðþróun á húsnæði en húsnæðisverð hefur verið og mun áfram verða ráðandi þáttur í verðbólguþróuninni á næstu misserum. Að auki getur launaþróun sett strik í reikninginn á næsta ári þegar kjarasamningar fyrir stóran hluta vinnumarkaðarins verða endurnýjaðir.

>> Hér má lesa þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans í heild sinni (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur