At­vinnu­leysi minnk­aði lít­il­lega milli mán­aða í fe­brú­ar

Atvinnuleysi karla var meira en meðal kvenna í febrúar alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi kvenna var 30% meira en karla, bæði á Austurlandi og Vesturlandi, þar sem munurinn var mestur. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum var 22% meira en meðal karla á svæðinu. Atvinnuleysi meðal kvenna þar var hins vegar 28,5% og hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum jókst úr 27,3% í janúar. Þessar tölur eru þær hæstu sem sést hafa um atvinnuleysi hér á landi. 
Smiður
12. mars 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var almennt skráð atvinnuleysi í febrúar 11,4% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði og hafði minnkað úr 11,6% frá því í janúar. Um 25.700 manns voru á atvinnuleysisskrá í febrúar, þar af um 21.400 atvinnulausir og um 4.300 atvinnulausir í minnkuðu starfshlutfalli. Atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleið var 1,1% og minnkaði einnig milli mánaða. Heildaratvinnuleysi í febrúar var því 12,5% samanborið við 12,8% í janúar og minnkaði þannig um 0,3 prósentustig.

Vinnumálastofnun spáir því að áfram dragi úr almennu atvinnuleysi í mars og að það verði á bilinu 10,9% til 11,3%. Er því líklegt að hámarkinu hafi verið náð. Atvinnuleysið var hins vegar 5% í janúar 2020 og því langt í land þar til svipuðu atvinnuleysisstigi verði aftur náð.

Almennt atvinnuleysi minnkaði alls staðar á landinu í febrúar nema á Austurlandi, þar sem það var óbreytt. Minnkunin var mest á Norðurlandi eystra, um 0,6 prósentustig.

Á síðustu árum hefur atvinnuleysi kynjanna þróast með svipuðum hætti sé litið á landið allt. Í fyrra var meðalatvinnuleysi bæði karla og kvenna 7,9%, en árin tvö þar á undan var atvinnuleysi kvenna 0,2-0,3 prósentustigum hærra en hjá körlum. Fyrstu tvo mánuði ársins 2021 hefur atvinnuleysi karla verið 12,2% á meðan það var 11,8% meðal kvenna, þannig að munur á atvinnuleysi kynjanna kann að vera að aukast samhliða því sem atvinnuleysi minnkar.

Atvinnuleysi karla var meira en meðal kvenna í febrúar alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi kvenna var 30% meira en karla, bæði á Austurlandi og Vesturlandi, þar sem munurinn var mestur. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum var 22% meira en meðal karla á svæðinu. Atvinnuleysi meðal kvenna þar var hins vegar 28,5% og hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum jókst úr 27,3% í janúar. Þessar tölur eru þær hæstu sem sést hafa um atvinnuleysi hér á landi.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi minnkaði lítillega milli mánaða í febrúar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur