Apr­íl­mán­uð­ur lof­ar góðu fyr­ir ferða­sumar­ið

Alls fóru 102.800 erlendir ferðamenn í gegnum Leifsstöð í apríl. Það eru 15% færri en apríl 2019. Apríl kom mun betur út en fyrstu þrír mánuðir ársins að þessu leyti, en um 44% færri erlendir ferðamenn fóru í gegnum Leifsstöð á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili 2019.
Fólk við Geysi
20. maí 2022 - Greiningardeild

15% færri erlendir ferðamenn í apríl í ár en 2019

Brottfarir erlendra ferðamanna í gegnum Leifsstöð voru 102.800 í apríl. Til samanburðar voru þær 5.800 í apríl 2021 og 900 í apríl 2020, en þá var veirufaraldurinn með öllum sínum ferðatakmörkunum í hámarki. Eðlilegra er því að miða við 2019 og sést að brottfarir nú voru einungis um 15% færri en þá. Apríl var að þessu leyti mun betri en fyrstu þrír mánuðir ársins, en þá komu á bilinu 40-50% færri ferðamenn en í samsvarandi mánuðum ársins 2019.

Tölur aprílmánaðar í ár gefa fyrirheit um að það stefni í góða vertíð í ferðaþjónustu hér á landi í sumar. Sérstaklega lofar góðu stígandinn sem af er ári, þar sem hver mánuður er nær því sem var fyrir faraldur en mánuðurinn á undan.

Fjöldi áskorana er samt til staðar, þá  aðallega sem snúa að getu greinarinnar til þess að taka við þessum fjölda ferðamanna vegna skorts á starfsfólki. Erlendis gæti hækkandi olíuverð, ófriður og minni kaupmáttur vegna verðhækkana dregið úr eftirspurn eftir ferðalögum. Almennt má þó segja að við séum bjartsýn á stöðuna og gerum ráð fyrir síauknum komum ferðamanna til landsins næstu tvö ár.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Aprílmánuður lofar góðu fyrir ferðasumarið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur