Aldrei fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi
Aðflutningur hingað til lands hefur aukist mikið eftir ferðatakmarkanir síðustu ára. Á öðrum ársfjórðungi 2022 fluttu alls 3.600 einstaklingar til landsins samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands, af þeim voru nánast allir erlendir ríkisborgarar. Ekki hafa fleiri flutt til landsins á stökum ársfjórðungi frá því að Hagstofan tók að birta þessar tölur árið 2009. Til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs fluttust 250 íslenskir ríkisborgarar en 380 manns fluttust aftur á móti frá þeim löndum til Íslands.
mannfjöldi
aðflutningur
ríkisborgarar
hagstofa íslands
flutningar
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Aldrei fleiri flutt til landsins á einum ársfjórðungi