Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi
Þetta var eini fjórðungurinn á síðasta ári þar sem afgangur mældist af vöru- og þjónustuviðskiptum en hallinn á vöru- og þjónustuviðskiptum lá á bilinu 1-17 ma.kr. á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Útflutningur þjónustu nam 103,3 mö.kr. á fjórða ársfjórðungi og dróst saman um 70 ma.kr. milli ára, eða 40,4%. Vöruútflutningur nam 173,6 mö.kr. og jókst hann um 10,9 ma.kr., eða 6,7%. Innflutningur þjónustu nam 76,9 mö.kr. og dróst saman um 34,7 ma.kr., eða tæplega þriðjung. Vöruinnflutningur nam 189,1 ma.kr. og jókst hann um 9,3 ma.kr., eða 5,2%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi