Afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt erlend staða
Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er 12,5 ma. kr. betri niðurstaða en á sama ársfjórðungi árið áður og 50,0 ma. kr. betri niðurstaða en á fjórðungnum á undan. Í báðum tilfellum skýrist munurinn fyrst og fremst af meiri útflutningi á þjónustu vegna aukins útflutnings ferðaþjónustu.
Hrein staða við útlönd var jákvæð um 1.294 ma. kr. (44% af VLF) í lok 3. Ársfjórðungs og batnaði um 175 ma. kr. (5,6% af VLF) á fjórðungnum. Þetta er 9. ársfjórðungurinn í röð sem erlend staða batnar, en hrein erlend staða dróst síðast saman á 2. ársfjórðungi 2019. Alls hefur erlend staða batnað um 832 ma. kr. á þessum 9 fjórðungum.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt erlend staða