Raunávöxtun deilda sjóðsins var á bilinu 3,1-10,3%, samkvæmt óendurskoðuðum niðurstöðum. Raunávöxtun samtryggingardeildar var 8,6% en raunávöxtun deildarinnar hefur verið að meðaltali 5,1% sl. fimm ár og 5,0% sl. tíu ár. Raunávöxtun Líf I, sem er stærsta séreignardeild sjóðsins, var 10,3% á árinu 2020. Meðaltal raunávöxtunar í Líf I sl. fimm ár var 5,2% og 5,7% sl. tíu ár.
Vöxtur sjóðsins hefur verið mikill á liðnum árum en eign til greiðslu lífeyris nemur nú um 117 milljörðum króna. Hjá Íslenska lífeyrissjóðnum fer hluti inngreiðslna í skyldulífeyrissparnaði í séreign. Þar er boðið upp á fjórar greiðsluleiðir þar sem hlutfall séreignar er mishátt eða frá 48%-79% miðað við að greitt sé 15,5% skylduiðgjald. Það sem ekki rennur í séreign fer í samtryggingu sem tryggir ævilangan lífeyri auk maka-, barna- og örorkulífeyri.
Nánari upplýsingar um skyldulífeyrissparnað Íslenska lífeyrissjóðsins
Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann sem sér um daglegan rekstur sjóðsins.