Breyt­ing á rétt­inda­töfl­um og sam­þykkt­um Ís­lenska líf­eyr­is­sjóðs­ins

11. janúar 2023

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á aukaársfundi sjóðsins þann 10. nóvember 2022. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2023.

Breytingar á réttindatöflum eru til komnar vegna nýrra dánar- og eftirlifendataflna sem gefnar voru út af fjármála- og efnahagsráðherra í lok árs 2021. Töflurnar byggja á tillögum Félags Íslenskra tryggingarstærðfræðinga. Grundvallar breyting frá fyrra reiknigrundvelli er að lífslíkur eru nú taldar mismunandi eftir fæðingarári. Undanfarna áratugi hefur orðið lækkun á aldursbundinni dánartíðni og er í hinum nýja reiknigrunni gert ráð fyrir framhaldi á þeirri þróun. Þetta leiðir til þess að gert er ráð fyrir að meðalævi lengist með hækkandi fæðingarári. Breytingarnar fela í sér að upp verða teknar nýjar réttindatöflur sem taka mið af aldri og fæðingarári sjóðfélaga sbr. það sem áður sagði um tengsl meðalævilengdar og fæðingarárs. Þar sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn muni greiða lífeyri lengur til þeirra sem yngri eru fer réttindaöflun lækkandi með hækkun fæðingarárs.

Helstu breytingar á samþykktum sjóðsins lúta að því að samsetning iðgjalds sem greitt er í skyldulífeyrissparnað breytist þar sem hlutur samtryggingar í öllum útgreiðsluleiðum hækkar. Þannig fer hlutur samtryggingar úr 7,99% í

8,8%  í Leið I, úr 5,83% í 6,90 í Leið II, úr 4,27% í 5,14% í Leið III og úr 3,27% í 3,80% í Leið IV.

Tryggingafræðileg staða sjóðsins eftir breytingar á iðgjaldi og réttindatöflum verður sú að áfallin staða (miðað við árslok 2021) verður jákvæð um 565,6 m.kr. eða sem nemur 1,9%. Þá verður framtíðarstaða jákvæð um 329,9 m.kr. eða sem nemur 0,8%. Heildarstaða sjóðsins eftir breytingar verður jákvæð um 895,5 m.kr. eða sem nemur 1,3%.

Nánar um réttindatöflur á vefsíðu sjóðsins

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
15. maí 2024
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.
New temp image
26. apríl 2024
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 2024
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16.00 í Landsbankanum Reykjastræti 6.
New temp image
19. maí 2023
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til þriggja ára.
New temp image
28. apríl 2023
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17:00 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
1. des. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði og tengdum lögum sem taka gildi um áramót
Breytingar á lögum lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum sem kunna að hafa áhrif á sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins taka gildi um næstu áramót. Hér er yfirlit yfir helstu breytingar:
New temp image
30. nóv. 2022
Fundargerð aukaársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 10. nóvember 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
New temp image
27. okt. 2022
Tillögur til breytinga á samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Á aukaársfundi Íslenska lífeyrissjóðsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 10. nóvember n.k. verða meðfylgjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins lagðar fram.
New temp image
19. okt. 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 10. nóvember 2022
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar sjóðsins fimmtudaginn 10. nóvember 2022, kl. 17 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
14. sept. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum s.l. vor. Helstu breytingar lúta að hækkun lágmarksiðgjalds í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5%, lögfestingu á svokallaðri tilgreindri séreign, breytingum á úrræði um fyrstu kaup og skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun (TR). Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023.
New temp image
30. maí 2022
Fundargerð ársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 4. maí 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur