Sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar

Sjálf­bærni og ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar

Með stefnu um sjálf­bærni og ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar lýs­ir Ís­lenski líf­eyr­is­sjóð­ur­inn skýr­um vilja til að leggja aukna áherslu á um­hverf­is- og lofts­lags­mál, já­kvæð sam­fé­lags­áhrif og góða stjórn­ar­hætti við rekst­ur sjóðs­ins og fjár­fest­ing­ar­ákvarð­an­ir.

Innlent eignasafn metið út frá UFS-þáttum

UFS-áhættumat innlenda eignasafnsins er byggt á einkunnagjöf frá Reitun hf. Við matið eru útgefendur verðbréfa metnir út frá umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS). Út frá þessum þáttum er gefin heildareinkunn útgefanda.

Skali fyrir UFS-áhættumat innlenda safnsins

UFS-einkunn frá Reitun byggir á stigagjöf fyrir hvern þátt, umhverfismál, félagsleg málefni og stjórnarhætti á skalanum frá 0 til 100. Vægi hvers þáttar er ólíkt á milli atvinnugreina.

UFS-einkunn Lágmark Hámark
A1 97 100
A2 92 96
A3 86 91
B1 80 85
B2 70 79
B3 60 69
C1 50 59
C2 40 49
C3 30 39
D 0 29
Engin einkunn - Einkunn er óþekkt eða útgefandi hefur ekki verið metinn

UFS-áhættumat innlendra eigna sjóðsins

Útgefandi Einkunn Hlutfall
Ríkissjóður Íslands A3 26,2%
ÍL-sjóður A3 10,2%
Arion banki hf. A3 8,9%
Landsbankinn hf. A3 10,8%
Orkuveita Reykjavíkur A3 0,6%
Kvika banki hf. A3 1,3%
Íslandsbanki hf. B1 7,4%
Marel hf. B1 3,1%
Reginn hf. B1 1,2%
Ölgerðin Egill Skallagríms hf. B1 0,8%
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. B2 5,2%
Brim hf. B2 0,8%
Landsbréf - BÚS I B2 0,7%
Byggðastofnun B2 0,3%
Festi hf. B2 0,4%
Reitir fasteignafélag hf. B2 1,6%
Sýn hf. B2 0,0%
Reykjavíkurborg B2 2,6%
Eimskipafélag Íslands hf. B2 0,1%
Hampiðjan B2 0,1%
Kópavogsbær B2 0,2%
Garðabær B2 0,1%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. B2 0,2%
Rarik ohf. B2 0,4%
Greiðslumiðlunin Hringur ehf. B2 0,4%
Bláa lónið B2 0,7%
Alvotech Holdings S.A. B3 2,3%
Landsnet hf. B2 0,2%
HS veitur hf. B3 0,1%
Eik fasteignafélag hf. B3 0,8%
Félagsbústaðir hf. B3 0,4%
Icelandair Group hf. B3 0,2%
Síldarvinnslan hf. B3 0,7%
Hagar hf. B3 0,6%
Síminn hf. B3 0,1%
Sveitarfélagið Árborg B3 0,4%
Ísfélag hf. C1 0,1%
Alma íbúðafélag hf. C2 0,9%
Nova klúbburinn hf. C2 0,2%
IÚ - Engin einkunn Engin einkunn 8,8%
Samtals 100,0%

Erlent eignasafn metið út frá UFS-þáttum

UFS-áhættumat erlenda eignasafnsins er byggt á einkunnagjöf frá MSCI ESG Fund Ratings (MSCI). Við matið eru verðbréfasjóðir metnir út frá umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS). Út frá þessum þáttum er gefin heildareinkunn viðkomandi sjóðs.

Skali fyrir UFS-áhættumat erlenda safnsins

UFS-einkunn Skýring
Leiðandi (AAA/AA) Fyrirtækin sem sjóðurinn fjárfestir í hafa tilhneigingu til að sýna sterka og/eða bætta stjórnun varðandi umhverfismál, félagsleg mál og stjórnarhætti.
Miðlungs (A/BBB/BB) Fyrirtækin sem sjóðurinn fjárfestir í hafa tilhneigingu til að sýna meðalstjórnun varðandi umhverfismál, félagsmál og stjórnarhætti.
Eftirbátur (B/CCC) Samsetning eignasafns sjóðsins er að mestu leyti í fyrirtækjum sem sýna ekki fram á fullnægjandi stjórnun í þáttum er varða umhverfismál, félagsleg mál og stjórnarhætti.
Engin einkunn Einkunn er óþekkt.

UFS-áhættumat erlendra eigna sjóðsins

Sjóður Einkunn Hlutfall af erlendum sjóðum
Landsbréf - LN40 AA 0,1%
UBAM - 30 Global Leaders AA 4,8%
LGT Sustainable Equity Fund AA 5,6%
AXA World Funds - Global Factors AA 8,6%
Seilern - World Growth AA 9,9%
AB Sustainable Global Thematic Fund AA 2,2%
Pareto Global Corporate Bond D AA 2,1%
Landsbréf - Global Equity Fund A 2,0%
Goldman Sachs Global Millenials Equity A 1,0%
Goldman Sachs Emerging Markets ESG Equity A 0,6%
Vanguard -S&P 500 Index A 2,5%
T.rowe Price - Emerging Markets A 0,5%
K Fund - Global Value A 2,0%
Fidelity MSCI World Index Fund A 2,9%
Fisher Investments Insitutional US Equity ESG Fund A 4,9%
T.rowe Price - Global Equities A 17,0%
iShares MSCI ACWI ETF A 3,9%
Blackrock - World Index (USD) A 22,5%
iShares Core Global Aggregate Bond UCITS ETF A 2,5%
iShares Global AAA-AA Govt Bond A 0,3%
Ashmore - Emerging Markets Equity Fund BBB 3,0%
ASHMORE - EM TOTAL RETURN-IUSD BB 1,1%
Samtals 100,0%

Kolefnisspor innlends eignasafns

Hér er að finna upplýsingar um kolefnisspor innlenda hluta eignasafns Íslenska lífeyrissjóðsins. Unnið er að úttekt á erlenda hluta eignasafnsins.

Losun vegna innlends eignasafns (tCO2e)*

Hlutabréf Samtals umfang 3 (fjárfestingar)
Icelandair Group hf. 1.296,1
Eimskipafélag Íslands hf. 674,9
Brim hf. 348,9
Síldarvinnslan hf. 250,9
Marel hf. 84,0
Orkuveita Reykjavíkur 38,7
Reykjavíkurborg 27,5
Bláa lónið hf. 17,2
Landsvirkjun 15,6
Iceland Seafood International hf. 13,5
Ölgerðin Egill Skallagríms hf. 12,7
RARIK 12,0
Landsnet 10,0
Hagar hf. 7,2
HS veitur 6,9
Festi hf. 5,7
Reginn hf. 4,0
Alma íbúðafélag hf.** 2,5
Vátryggingafélag Íslands hf. 0,4
Íslandsbanki hf. 0,7
Nova klúbburinn hf. 0,6
EIK fasteignafélag hf. 0,6
EIK Landsbankinn hf. 0,5
Arion banki hf. 0,5
Félagsbústaðir hf. 0,5
Sýn hf. 0,3
Origo hf. 0,3
Alvotech SA 0,3
Kvika banki hf. 0,3
Reitir fasteignafélag hf. 0,3
Síminn hf. 0,2
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 0,1
Skel fjárfestingarfélag hf. 0,1
Búseti 0,1
Samtals tCO2e 2.758,9

*Útgefendur í töflunni vega 34,6% af heildareignum sjóðsins og 48,2% af innlendum eignum sjóðsins.
**Losun áætluð

Um útreikning kolefnisspors

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi Íslenska lífeyrissjóðsins kemur ekki einungis frá skrifstofustarfsemi hans. Helsta losun gróðurhúsalofttegunda sjóðsins er óbein í gegnum fjárfestingar hans og á sér stað í gegnum eignarhald sjóðsins í fyrirtækjum.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim fyrirtækjum sem Íslenski lífeyrissjóðurinn fjárfestir í er áætluð með aðferðafræði PCAF (Partnership for carbon accounting financials). Samkvæmt aðferðafræði PCAF er losun frá starfsemi fyrirtækjanna í hlutfalli við eignarhlut Íslenska lífeyrissjóðsins í lok árs 2022.

Aðferðafræði við útreikninga á kolefnisspori vegna fjárfestinga er enn í þróun. Aðferðafræði vegna ríkisskuldabréfa er til dæmis ekki tilbúin og útreikningar verða uppfærðir þegar aðferðafræði er betur mótuð.

Sú eining sem stuðst er við eru tonn af koldíoxíðígildum, tCO2í (eða stundum tCO2e). Koldíoxíðígildi eru notuð þar sem gróðurhúsalofttegundir eru margar og misöflugar. Hlýnunarmáttur þeirra er því umreiknaður í ígildi koldíoxíðs.

Sú losun sem hér er tilgreind er skilgreind sem óbein losun frá rekstri Íslenska lífeyrissjóðsins, eða í umfangi 3. Umföng eru þrjú talsins. Umfang 1 er bein losun undir rekstri fyrirtækis, umfang 2 er óbein losun vegna framleiðslu á aðkeyptu rafmagni eða hita og umfang 3 er óbein losun ofar eða neðar í virðiskeðju. Í tilfelli lífeyrissjóða er mesta losunin yfirleitt í umfangi 3 í gegnum fjárfestingar, sem eru í umfangi 1 og 2 hjá fyrirtækjunum sjálfum.

Nánari upplýsingar

Fjárfestingarstefnu, ársreikninga, áhættu- og áhættustýringarstefnu og önnur skjöl má finna á heimasíðu Íslenska lífeyrissjóðsins

Olíutankar í USA
Loftslagsbreytingar framtíðar hafa strax áhrif á fjárfesta

Áhætta vegna loftslagsbreytinga er gjarnan metin út frá því hver áhrifin verða eftir nokkra áratugi.

Bláa lónið
Hringrásarhagkerfið og tækifæri í ferðaþjónustu

Hringrásarhagkerfið er ekki draumsýn eða óraunhæf hugmynd, heldur raunveruleg lausn sem býður upp á gífurleg tækifæri hér og nú.

Fjöll
Ný fjármálaumgjörð vegvísir að sjálfbærri framtíð

Bankar víða um heim gefa í síauknum mæli út svokallaðar sjálfbærar fjármálaumgjarðir.

Fyrirvari

Þær upplýsingar sem birtar eru hér síðunni sýna fyrst og fremst viðleitni Íslenska lífeyrissjóðsins til að kynna eignasafns sjóðsins fyrir sjóðfélögum og öðrum haghöfum. Hér eru stigin fyrstu skref í þá átt að birta upplýsingar um eignasafnið út frá umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þá er einnig gerð tilraun til að greina og áætla kolefnislosun innlenda hluta eignasafns sjóðsins samkvæmt núverandi aðferðafræði PCAF (Partnership for carbon accounting financials). Niðurstöður útreikninga kolefnisspors geta því tekið breytingum þegar aðferðafræði PCAF uppfærist. Upplýsingar þær sem hér eru birtar eru unnar eftir bestu vitund og á grundvelli gagna sem voru aðgengileg Íslenska lífeyrissjóðnum á þeim tímapunkti sem þær voru unnar. Upplýsingarnar ætti að lesa í því ljósi.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur