Spá­um að verð­bólga lækki í 9,8% í mars

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og mælist enn yfir 8% þegar sumarið kemur.
Íslenskir peningaseðlar
16. mars 2023 - Greiningardeild

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39% milli mánaða í febrúar og jókst ársverðbólgan úr 9,9% í 10,2%. Þetta er mesta verðbólga sem mælst hefur í yfirstandandi verðbólgukúfi og hún hefur ekki mælst hærri síðan í september 2009. Við áttum von á lækkun verðbólgu úr 9,9% í 9,6% og kom þessi mæling okkur því mjög á óvart. Verðbólgan virðist vera orðin almennari og það sem helst vó til hækkunar í febrúar voru matvörur, föt og skór og húsgögn og heimilisbúnaður.

Vísitalan hækki um 0,61% milli mánaða og ársverðbólgan lækki í 9,8%

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,61% milli mánaða í mars. Gangi sú spá eftir mun ársverðbólgan lækka úr 10,2% í 9,8%. Að þessu sinni eru það sex undirliðir sem munu hafa mest áhrif gangi spá okkar eftir: Matarkarfan, föt og skór, reiknuð húsaleiga, annað vegna húsnæðis, flugfargjöld til útlanda og liðurinn aðrar vörur og þjónusta. Verða þeir liðir allir til hækkunar.

Matarkarfan hækkar

Matarkarfan hækkaði nokkuð mikið í verði í febrúar, eða um 1,9% milli mánaða, sem var meira en við höfðum gert ráð fyrir. Verðhækkanirnar voru nokkuð almennar og hækkuðu 4 af 11 undirliðum um meira en 3,5%. Við eigum áfram von á að matarkarfan í heild hækki, þó ekki jafn mikið og síðast. Við spáum 0,8% hækkun milli mánaða núna í mars og að áhrif þess á vísitöluna verði 0,12 prósentustig til hækkunar.

Kostnaður við að búa í eigin húsnæði hækkar, þrátt fyrir lækkun húsnæðisverðs

Reiknaður kostnaður þess að búa í eigin húsnæði, þ.e. reiknuð húsaleiga, samanstendur af markaðsverði húsnæðis á landinu öllu, afskriftum ásamt framlagi vaxtabreytinga. Eftir miklar hækkanir undanfarið virðist loks vera að hægja á íbúðaverðsþróuninni. Þannig hefur húsnæðisverð, eins og Hagstofan mælir það, nú lækkað þrjá mánuði í röð. Við gerum ráð fyrir framhaldi á þessari þróun og að markaðsverð húsnæðis lækki um 0,25% milli mánaða núna í mars.

Framlag vaxtabreytinga fór lægst í 0,3 prósentustig til lækkunar vorið 2022. Síðan þá hefur það aukist samhliða hærri verðtryggðum íbúðalánavöxtum, en í útreikningum Hagstofunnar er eingöngu horft til verðtryggðra vaxta íbúðalána, sem hafa verið að mjakast upp á við samhliða hækkun stýrivaxta. Áhrif vaxta til hækkunar var 0,64 prósentustig í janúar og 0,58 prósentustig í febrúar. Næstu mánuði eigum við von á því að áhrif vaxta verði áfram til hækkunar á reiknaðri húsaleigu.

Núna í mars eigum við von á að áhrif vaxta verði 0,72 prósentustig til hækkunar. Alls gerum við því ráð fyrir að liðurinn reiknuð húsaleiga hækki um 0,47% milli mánaða og að áhrif þess á VNV verði 0,09 prósentustig til hækkunar. Við sjáum því að þó húsnæðisverð lækki, mælist húsnæðiskostnaður enn til hækkunar á verðbólgu vegna hærri vaxta. Heildaráhrifin eru þó orðin mun minni en áður.

Áhrif útsöluloka teygja sig inn í mars

Á tímum faraldursins voru bæði júlí- og janúarútsölurnar nokkuð slakar. Líkleg skýring var aukin verslun Íslendinga innanlands á meðan utanlandsferðir voru fátíðar. Útsölurnar í janúar síðastliðnum voru líkari þeim sem sáust fyrir faraldur en föt og skór lækkuðu um 8,4% og húsgögn og heimilisbúnaður um 5,5%. Í febrúar hækkuðu föt og skór aftur á móti meira við gerðum ráð fyrir sem bendir til þess að útsölur gætu hafa klárast snemma, en einnig að verð á nýjum vörum hafi komið hærra inn eftir útsölurnar. Við spáum áfram hækkun á fötum og skóm milli mánaða í mars, eða um 4,2%, þar sem við teljum einhver útsöluáhrif enn eiga eftir að ganga til baka.

Munurinn á útsölulokum á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar er að útsölurnar á fötum og skóm ganga yfirleitt ekki að fullu til baka fyrr en í mars, á meðan útsölur á húsgögnum og heimilisbúnaði virðast oft hafa klárast í janúar. Við gerum ráð fyrir að það sé tilfellið nú. Húsgögn og heimilisbúnaður hækkaði um 8,7% í febrúar eftir að hafa lækkað um 5,5% í janúar. Við eigum því ekki von á mikilli breytingu á þeim lið nú í mars. Við spáum því að saman muni þessir liðir hafa áhrif til hækkunar um 0,17 prósentustig á VNV.

Flugfargjöld til útlanda hækka líklega

Verðkönnun okkar bendir til þess að verð á bensíni og díselolíu hækki lítið milli mánaða í mars, eða um 0,09%. Flugfargjöld til útlanda hafa mestu áhrifin á ferðaliðinn, gangi spá okkar eftir. Í síðasta mánuði hækkuðu flugfargjöld lítillega en við áttum von á lækkun. Nú gerum við ráð fyrir því að þau hækki um 2,76% og áhrif þess verði 0,05 prósentustig til hækkunar á VNV. Flugfargjöld hækka venjulega í apríl í kringum páska og við spáum hækkun í apríl um 14,37%. Þó er gott að hafa í huga að þessi liður sveiflast mjög mikið. Við spáum því að mæling á kaupum nýrra ökutækja sýni litla lækkun á milli mánaða í mars, eða -0,12%, sem hefur áhrif til lækkunar um 0,01 prósentustig.

Spá um marsmælingu VNV

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting Áhrif
Matur og drykkjarvara 15,40% 0,80% 0,12%
Áfengi og tóbak 2,50% -0,30% -0,01%
Föt og skór 3,30% 4,20% 0,14%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 10,30% 0,50% 0,05%
Reiknuð húsaleiga 19,70% 0,50% 0,09%
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 6,50% 0,50% 0,03%
Heilsa 3,70% 0,90% 0,03%
Ferðir og flutningar (annað) 3,90% 0,30% 0,01%
Kaup ökutækja 6,20% -0,10% -0,01%
Bensín og díselolía 3,70% 0,10% 0,00%
Flugfargjöld til útlanda 1,70% 2,80% 0,05%
Póstur og sími 1,50% 0,00% 0,00%
Tómstundir og menning 9,20% 0,00% 0,00%
Menntun 0,70% 0,00% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 4,90% 0,50% 0,02%
Aðrar vörur og þjónusta 6,90% 1,10% 0,08%
Alls 100,0%   0,61%

Verðbólguhorfurnar aðeins verri, en eigum samt von á lækkun

Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir aðeins lægri verðbólgu en í uppfærðri spá okkar eftir síðustu birtingu VNV. Skýrist munurinn aðallega af því að þá gerðum við ráð fyrir að matvælaverð myndi hækka meira en við gerum nú. Við eigum von á að vísitalan hækki um 0,86% í apríl, 0,36% í maí og 0,75% í júní. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan lækka niður í 9,4% í apríl, 9,0% í maí og 8,3% í júní.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur