Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
13.00, 14.30 & 16.00
Listaverkagöngur í Reykjastræti 6
Landsbankinn býður gesti Menningarnætur velkomna í skipulagða listaverkagöngu um bankann í Reykjastræti 6. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, fræðir gesti um helstu perlur listasafns bankans sem prýða veggi hans.
Þrjár göngur verða í boði og tekur hver um klukkutíma. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og skráning því nauðsynleg.
13.00
Blásið í lúðra
Í tilefni af því að framkvæmdum er lokið við Hörputorg verður blásið í lúðra! Í fyrsta sinn sameinast Lúðrasveitin Svanurinn og Lúðrasveit verkalýðsins í skrúðgöngu í höfuðborginni. Hátt í hundrað lúðrablásarar marsera kl.13.00 frá Austurvelli og Lækjartorgi, sameinast á Kolagötu og þramma í gegnum Reykjastræti yfir á Hörputorg.
Í framhaldi af skrúðgöngunni koma lúðrasveitirnar sér fyrir í glænýjum tröppunum við Reykjastrætið og heyja sinn árlega lúðrasveitabardaga þar sem allt getur gerst!
Allar skrúðgönguleiðir liggja að Hörputorgi
Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi
13.00
Brumm brumm farandprentsmiðja og gallerí
Brumm brumm er farandprentsmiðja og gallerí staðsett í gömlum húsbíl af gerðinni Mercedes Benz. Brumm brumm mun sýna prentlistina sem lifandi uppákomu á Hörputorgi.
Brumm brumm farandprentsmiðja og gallerí á Hörputorgi
13.00 – 18.00
Bátasmiðja á Hörputorgi
Bátasmiðja Memmm Play er skapandi fjölskyldusamvera. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að smíða báta og skip úr opnum efnivið. Hér er öllum boðið að vera og gera á sínum forsendum og sigla svo bátunum á tjörninni fyrir framan Hörpu.
14.00 & 16.00
Flamingóknapar á Hörputorgi, Reykjastræti og Kolagötu
PilkingtonProps kemur með tvíburabræðurna Pétur og Magnús, glæsilegustu flamingóa Íslands! Þeir gleðja gesti og gangandi með litskrúði sínu og prakkaraskap!
Flamingóknapar - kl. 14.00
Flamingóknapar- kl. 16.00
14.30 & 16.00
BMX BRÓS á Hörputorgi
BMX BRÓS blanda saman hættulegum og þaulæfðum stökkum á BMX-hjólum, mikilli gleði og húmor, þátttöku áhorfenda, háværri stemningstónlist, hlátri, öskrum, brosum og hreyfingu.
BMX BRÓS - kl. 14.30
BMX BRÓS - kl. 16.00
15.00 & 16.30
Tröllafjölskyldan á ferð um Hörputorg, Kolagötu og Reykjastræti
Tröllið Tufti og börnin hans tvö, Drangskarfur og Skögulkatla ganga Kolagötu og inn Reykjastræti að Hörputorgi. Þau ætla að mæta til að kæta og eru spennt að sjá hvað mannfólkið býður upp á á þessum skemmtilega degi.
Tröllafjölskyldan - kl. 15.00
Tröllafjölskyldan - kl. 16.30
15.15 & 16.45
Trúðslæti og loftfimleikasmiðja á Hörputorgi
„Trúðslæti“ er sýning sem fagnar fjölbreytni, samskiptum og umburðarlyndi með því að brúa bilið á milli tungumála og menningarheima. Trúðarnir Suzy, Salla Malla og Momo munu auk þess sýna hæfileikana sína í körfubolta, dansi og æðislegum loftfimleikum.
Eftir sýningin fá áhorfendur tækifæri til að prófa sjálf.
Trúðslæti og loftfimleikasmiðja - kl. 15.15
Trúðslæti og loftfimleikasmiðja - kl 16.45
Ekki láta þig vanta á þessa frábæru viðburði!