Fréttir

Dagskrá Lands­bank­ans á Menn­ing­arnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
21. ágúst 2024

13.00, 14.30 & 16.00
Listaverkagöngur í Reykjastræti 6

Landsbankinn býður gesti Menningarnætur velkomna í skipulagða listaverkagöngu um bankann í Reykjastræti 6. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, fræðir gesti um helstu perlur listasafns bankans sem prýða veggi hans.

Þrjár göngur verða í boði og tekur hver um klukkutíma. Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og skráning því nauðsynleg.

Listaverkin í Landsbankanum

13.00
Blásið í lúðra  

Í tilefni af því að framkvæmdum er lokið við Hörputorg verður blásið í lúðra! Í fyrsta sinn sameinast Lúðrasveitin Svanurinn og Lúðrasveit verkalýðsins í skrúðgöngu í höfuðborginni. Hátt í hundrað lúðrablásarar marsera kl.13.00 frá Austurvelli og Lækjartorgi, sameinast á Kolagötu og þramma í gegnum Reykjastræti yfir á Hörputorg.

Í framhaldi af skrúðgöngunni koma lúðrasveitirnar sér fyrir í glænýjum tröppunum við Reykjastrætið og heyja sinn árlega lúðrasveitabardaga þar sem allt getur gerst!

Allar skrúðgönguleiðir liggja að Hörputorgi
Lúðrasveitabardagi á Hörputorgi

13.00
Brumm brumm farandprentsmiðja og gallerí

Brumm brumm er farandprentsmiðja og gallerí staðsett í gömlum húsbíl af gerðinni Mercedes Benz. Brumm brumm mun sýna prentlistina sem lifandi uppákomu á Hörputorgi.

Brumm brumm farandprentsmiðja og gallerí á Hörputorgi

13.00 – 18.00
Bátasmiðja á Hörputorgi

Bátasmiðja Memmm Play er skapandi fjölskyldusamvera. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að smíða báta og skip úr opnum efnivið. Hér er öllum boðið að vera og gera á sínum forsendum og sigla svo bátunum á tjörninni fyrir framan Hörpu.

Bátasmiðja á Hörputorgi

14.00 & 16.00
Flamingóknapar á Hörputorgi, Reykjastræti og Kolagötu

PilkingtonProps kemur með tvíburabræðurna Pétur og Magnús, glæsilegustu flamingóa Íslands! Þeir gleðja gesti og gangandi með litskrúði sínu og prakkaraskap!

Flamingóknapar - kl. 14.00
Flamingóknapar- kl. 16.00

14.30 & 16.00
BMX BRÓS á Hörputorgi

BMX BRÓS blanda saman hættulegum og þaulæfðum stökkum á BMX-hjólum, mikilli gleði og húmor, þátttöku áhorfenda, háværri stemningstónlist, hlátri, öskrum, brosum og hreyfingu.

BMX BRÓS - kl. 14.30
BMX BRÓS - kl. 16.00

15.00 & 16.30
Trölla­fjöl­skyldan á ferð um Hörpu­torg, Kola­götu og Reykja­stræti

Tröllið Tufti og börnin hans tvö, Drangskarfur og Skögulkatla ganga Kolagötu og inn Reykjastræti að Hörputorgi. Þau ætla að mæta til að kæta og eru spennt að sjá hvað mannfólkið býður upp á á þessum skemmtilega degi.

Trölla­fjöl­skyldan - kl. 15.00
Trölla­fjöl­skyldan - kl. 16.30

15.15 & 16.45
Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja á Hörpu­torgi

„Trúðslæti“ er sýning sem fagnar fjölbreytni, samskiptum og umburðarlyndi með því að brúa bilið á milli tungumála og menningarheima. Trúðarnir Suzy, Salla Malla og Momo munu auk þess sýna hæfileikana sína í körfubolta, dansi og æðislegum loftfimleikum.

Eftir sýningin fá áhorfendur tækifæri til að prófa sjálf.

Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja - kl. 15.15
Trúðs­læti og loft­fim­leika­smiðja - kl 16.45

Ekki láta þig vanta á þessa frábæru viðburði!

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur