Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Á Menningarnótt stendur sýningin frá kl. 11-17 en eftir það verður hún opin á afgreiðslutíma útibúsins. Sýningin mun standa yfir þar til útibúið í Austurstræti lokar og færist yfir í nýtt húsnæði bankans við Reykjastræti 6 en áætlað er að það verði um miðjan september.
Á sýningunni eru verk eftir yfir 20 listamenn og þau eru: Anna Líndal, Arngunnur Ýr, Ásgrímur Jónsson, Dieter Roth, Edda Jónsdóttir, Eggert Pétursson, Erró, Gunnar Örn Gunnarsson, Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jóhannes S. Kjarval, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Nína Tryggvadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Richard Serra, Róska, Sigurður Árni Sigurðsson, Snorri Arinbjarnar, Svavar Guðnason, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason.
Daría Sól, sýningarstjóri, fjallar nánar um sýninguna á Umræðunni á vef Landsbankans.
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum, bæði með dagskrá í Austurstræti og í nýja húsnæðinu okkar við Reykjastræti. Við hlökkum til að sjá ykkur!