Fréttir

Fjöl­breytt dagskrá á Menn­ing­arnótt í Reykja­stræti og Aust­ur­stræti

Menningarnótt
15. ágúst 2023

Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.

Við bjóðum gestum Menningarnætur að koma í heimsókn í nýtt húsnæði bankans í Reykjastræti 6 og að njóta myndlistar á nýrri sýningu á verkum í eigu bankans í Austurstræti 11.

Barnaskemmtun og tónleikar

Mikið verður um að vera í Reykjastræti 6 en þar verður skemmtun fyrir börnin, karlakór flytur söngperlur og Diljá flytur tónlist.

Dagskrá:

  • 15.00 - Bestu lög barnanna. Sylvía Erla og Árni Benedikt hafa gert sjónvarpsþætti fyrir Sjónvarp Símans Premium þar sem þau syngja og dansa með söngelskum börnum. Það ætla þau líka að gera í bankanum á Menningarnótt.
  • 16.00 - Karlakórinn Esja fagnar á þessu ári 10 ára starfsafmæli. Kórinn ætlar ekki bara að syngja í bankanum heldur einnig á meðan hlauparar í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþons hlaupa um Ægissíðuna.
  • 17.00 – Diljá Pétursdóttir skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún bar sigur úr býtum í forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar og stóð sig síðan með mikilli prýði í úrslitunum í Liverpool.

Myndlistasýning í Austurstræti

Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11.

  • Á Menningarnótt stendur sýningin frá kl. 11.00 – 17.00 en eftir það verður hún opin á afgreiðslutíma útibúsins.

Sýningin nefnist Hringrás og sýningarstjóri er Daría Sól Andrews. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi.

Sýningin Hringrás mun standa yfir þar til útibúið í Austurstræti lokar og færist yfir í nýtt húsnæði bankans við Reykjastræti 6 sem áætlað er að verði í september.

Hönnunarganga um Reykjastræti 6

Halldóra Vífilsdóttir arkitekt og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans verður með fjórar leiðsagðar ferðir um Reykjastræti 6. Göngurnar voru auglýstar á Facebook-síðu bankans og eru nú allar fullbókaðar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Are you getting information about our offers?
We regularly advertise special offers for customers, in collaboration with our partners. In some cases, customers may not receive information about such offers or benefits because they have declined to receive notifications from the Bank. It’s easy to change this choice in Landsbankinn’s app or online banking.
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur