Allt á einum stað með færsluhirðingu bankans
Landsbankinn hefur hleypt af stokkunum eigin færsluhirðingu. Nú geta söluaðilar í viðskiptum við bankann haft alla greiðsluþjónustu á einum stað sem skilar sér í betri yfirsýn og hagræðingu í rekstri.
Færsluhirðing Landsbankans tekur við greiðslum í posum og á netinu, styður Apple Pay og Google Pay og býður upp á traustari uppgjörstíma og hentugra uppgjörstímabil. Kerfið býður upp á samþættingu posa og netverslunar sem veitir tækifæri til að bæta upplifun viðskiptavina, tengja vildarkerfi og auka tryggð.
Öflugt og öruggt greiðslumiðlunarkerfið býður upp á ýmsa möguleika sem gera reksturinn bæði einfaldari og þægilegri.
Aukin sjálfvirkni í bókhaldi og vildarkerfi
„Við bjóðum nú í fyrsta skipti á Íslandi upp á samþætta virkni á milli posa og netverslunar. Þetta er bylting í þjónustu við viðskiptavini í kortaviðskiptum. Kerfið gerir söluaðilum kleift að auka tryggð og byggja upp vildarkerfi með einföldum hætti. Þá munum við nýta tengingar bankans inn í öll helstu bókhaldskerfi til að sjálfvirknivæða bókhald söluaðila,“ segir Ragnar Einarsson, forstöðumaður færsluhirðingar hjá Landsbankanum.