Færsluhirðing

Greiðsla

Við tök­um við greiðsl­un­um fyr­ir þig

Allt á einum stað

Nú getum við líka séð um færsluhirðinguna fyrir reksturinn þinn. Öflugt og öruggt greiðslumiðlunarkerfi Landsbankans býður upp á ýmsa möguleika sem gera reksturinn bæði einfaldari og þægilegri. Samþætting posa og netverslunar veitir tækifæri til að bæta upplifun viðskiptavina, tengja vildarkerfi og auka tryggð.

Tökum við greiðslum í posa og á netinu
Stuðningur við Apple Pay og Google Pay
Traustari uppgjörstímar og hentugra uppgjörstímabil
Ný tækifæri í samþættingu posa og netverslunar
Greiðsla

Traust samstarf

Þegar þú ert með allt sem snertir reksturinn á einum stað getum við fundið betri leiðir til að auðvelda reksturinn. Með nýjum tækjabúnaði frá Verifone opnast möguleikar til að tengjast öðrum kerfum og fá betri yfirsýn yfir fjármálin. Við þekkjum reksturinn þinn og getum boðið þér lausnir sem henta, allt frá stökum posum í stór og samhæfð afgreiðslukerfi.

Greiðsla

Á staðnum, á ferðinni og á netinu

Greiðslulausnirnar okkar henta hvaða rekstrarformi sem er. Í færsluhirðingu Landsbankans getur þú tekið við greiðslum í versluninni þinni, á ferðinni eða á netinu.

Greiðsla

Einfaldari tengingar

Færsluhirðingin okkar býður talsvert einfaldari tengingar við afgreiðslukerfi en áður hafa boðist á Íslandi. Með þróunarsetti fyrir innleiðingu hugbúnaðar einfaldast öll samskipti við posa mikið. Um leið bjóðum við tilbúnar tengingar fyrir netverslanir og sérstakt þróunarsett fyrir Android og iOS-öpp.

Maður með síma úti í náttúrunni

Allt klárt fyrir framtíðina

Kerfið okkar styður aukna sjálfvirkni og hægt verður að nýta tengingar við bókhaldsþjónustu bankans. Þannig opnast nýir möguleikar til að fá betri yfirsýn yfir reksturinn, handtökum fækkar og við hagnýtum tæknina til að spara okkur tíma.

Heyrðu í okkur

Við aðstoðum þig með ánægju og svörum öllum spurningum sem þú hefur um færsluhirðinguna. Ef þú vilt vita meira getur þú haft samband viðskiptastjórann þinn í fyrirtækjaþjónustu eða færsluhirðingarteymið okkar á faersluhirding@landsbankinn.is.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Iðnaðarmenn að störfum
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur