Leiðbeiningar

Leið­bein­ing­ar fyr­ir sölu­að­ila vegna færslu­hirð­ing­ar

Greiðslukort eru ein öruggasta leiðin til að taka á móti greiðslu fyrir vörur og þjónustu. Þeim fylgir þó alltaf einhver áhætta sem má draga úr með því að fylgja skilmálum, leiðbeiningum og ráðleggingum Landsbankans.

Almennt

Söluaðili getur almennt treyst því þegar vara eða þjónusta er greidd með korti að um sé að ræða fullnaðargreiðslu, að því gefnu að ekki séu til staðar nein þau atvik er korthafi geti byggt endurkröfu á. Þetta á við óháð því hvort færsla er staðfest með PINi eða korthafi auðkennir sig með öðrum hætti samkvæmt fyrirmælum á afgreiðslutæki.

Það er mikilvægt að hafa í huga að korthafi hefur að ákveðnum skilyrðum uppfylltum rétt til að mótmæla og krefjast endurgreiðslu á færslum sem hafa verið gerðar á greiðslukort hans. Mótmæli korthafa geta leitt til þess að söluaðila verði gert að endurgreiða honum. Heimiluð kortafærsla er ekki trygging fyrir greiðslu. Heimiluð kortafærsla felur í sér að á þeim tíma sem kortafærslan er gerð er kortið opið og korthafi hefur næga innstæðu á kortareikningi til að greiða fyrir vöru eða þjónustu. Ekki er heimilt að framkvæma kortafærslu í þeim tilgangi að taka frá innstæðu á kortareikningi korthafa til þess að greiða fyrir vöru eða þjónustu síðar. Vísað er til leiðbeininga Landsbankans um hvernig skal standa að heimildaleit þegar ekki liggur fyrir endanleg fjárhæð viðskipta eða ekki er með öllu víst að af viðskiptum verði.

Móttaka greiðslukorta

Endurkröfur

(e. disputed transactions and chargebacks)

Endurkrafa kallast það þegar korthafi mótmælir kortafærslu. Kortaútgefandi korthafa gerir endurkröfu fyrir hans hönd samkvæmt reglum Visa og/eða Mastercard. Visa/Mastercard taka lokaákvörðun um hvort korthafi eigi rétt á að fá endurkröfu greidda eða ekki. Ef ákvörðun er korthafa í vil er fjárhæð skuldfærð af söluaðila. Einnig kunna reglur að kveða á um að bakfæra þurfi fjárhæð tímabundið af söluaðila á meðan mál er í endurkröfuferli. Færsluhirðir annast þá bakfærslu bæði tímabundið og endanlega, eftir því sem við á.

Í samræmi við reglur kallar færsluhirðir eftir gögnum frá söluaðila til að svara endurkröfu, ef mögulegt er að svara henni. Í einhverjum tilvikum getur framlagning gagna orðið til þess að korthafi tapar endurkröfu og fær söluaðili þá fjárhæð umdeildrar úttektar endurgreidda hafi hún verið bakfærð tímabundið. Framkvæmd endurkröfu er í samræmi við reglur kortafélaganna (Visa og Mastercard) og gilda strangar reglur um tímafresti til að svara endurkröfum, um form endurkröfu og heimildir til að svara endurkröfu.

Vefgreiðslur

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur