Ragnar Einarsson til liðs við Landsbankann

Ragnar Einarsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns Færsluhirðingar Landsbankans en bankinn mun bjóða fyrirtækjum upp á færsluhirðingu á næsta ári, bæði í posum og á netinu.
Ragnar hefur mikla reynslu og þekkingu af færsluhirðingu en hann starfaði áður hjá færsluhirðinum Rapyd þar sem hann stýrði viðskiptasviði félagsins í gegnum mikið vaxtarferli. Hann var meðstofnandi og framkvæmdarstjóri íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins SalesCloud sem náð hefur miklum árangri á markaði með sölu- og afgreiðslukerfi. Áður stýrði Ragnar m.a. viðskipta- og vöruþróun hjá innlendri færsluhirðingu Borgunar. Hann kom líka að uppbyggingu fjártæknifyrirtækisins Aurs og sat um tíma í stjórn félagsins.
Ragnar er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.









