Um 100 manns í sögugöngu um Austurstræti 11
Mikill áhugi var á sögugöngum um Austurstræti 11 síðastliðinn sunnudag, 27. nóvember. Boðið var upp á tvær göngur og var fullt í þær báðar og rúmlega það.
Alls nýttu um 100 manns sér tækifærið til að sjá húsið og fræðast um sögu þess undir leiðsögn Péturs H. Ármannssonar, arkitekts. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í göngunni kærlega fyrir komuna og minnum á mjög áhugaverða grein um byggingarsögu bankans í miðborginni eftir Pétur sem er á vef bankans.