Landsbankinn hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna
Vefur bankans er tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna sem verða afhent 11 mars. Landsbankinn.is hlaut tilnefningu í flokknum stórir fyrirtækjavefir.
Vefurinn okkar er hannaður með það í huga að einfalda líf viðskiptavina með því að gera fjármálin aðgengilegri og gera fræðslu og ráðgjöf hærra undir höfði.
Það eru Samtök vefiðnaðarins (SVEF) sem standa að Íslensku vefverðlaununum en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Hátíðin er haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.