Með skýrri forgangsröðun upplýsinga reynum við að minnka það magn efnis sem fyrir augu ber hverju sinni en á sama tíma viljum við ekki ofureinfalda framsetninguna eða fela efni. Við viljum að vefurinn sé einfaldur og upplýsingamagnið viðráðanlegt en við viljum jafnframt auðvelda notandanum að átta sig á staðsetningu sinni innan vefsins, hvað sé fleira í boði og að „jaðarsýnin“ fái að njóta sín.
Við þessa forgangsröðun styðjumst við við reglurnar sem sagt var frá hér að ofan: Við byrjum á því sem skiptir mestu máli, förum nánar út í smáatriði eftir því sem neðar dregur – neðar í veftré eða neðar á síðum – og bjóðum upp á tengt efni á viðeigandi stöðum.