Íslensk abstraktlist í Austurstræti 11
Í listasafni Landsbankans er að finna fjölbreytt úrval abstraktverka, kannski í meira mæli en búast mætti við af gamalgróinni bankastofnun. Í samantekt Aðalsteins Ingólfssonar, listfræðings og sýningarstjóra, kemur fram að í árdaga abstraktlistar hafi hún átt í vök að verjast meðal íhaldssamra landsmanna og því hafi kaup bankans á slíkri myndlist tvímælalaust aukið á vinsældir hennar meðal almennings. Vegna þessarar áherslu bankans geymir listasafn hans eitt stærsta úrval landsins af verkum eftir helstu abstraktmálara þjóðarinnar.