Frábærar hljómsveitir á off-venue tónleikum Landsbankans
Þótt Iceland Airwaves verði með óhefðbundnu sniði í ár þá blásum við samt til off-venue tónleika sem haldnir verða í Stúdentakjallaranum föstudaginn 5. nóvember klukkan 17. Á tónleikunum koma fram Árný Margrét, Inspector Spacetime og Hipsumhaps, sem eru einmitt þær hljómsveitir sem við gerðum myndbönd með í ár. Hægt er að sjá myndböndin á Iceland Airwaves vef bankans.
Live from Reykjavík viðburður Iceland Airwaves, fer síðan fram laugardaginn 6. nóvember en hljómsveitirnar sem koma fram á off-venue tónleikum bankans koma líka fram þar. Nánari upplýsingar um hátíðina og hvernig nálgast megi miða er að finna á vef Iceland Airwaves.