Tvær tilnefningar til FÍT verðlauna
Landsbankinn fékk tvær tilnefningar til FÍT verðlaunanna en það eru fagverðlaun sem veitt eru þeim sem þykja hafa skarað fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum ár hvert.
Nýi vefurinn okkar, Landsbankinn.is, hlaut tilnefningu í flokknum „Vefsvæði.“ Vefurinn er hannaður af Landsbankanum og Aton JL. Þá fékk dagatal Landsbankans tilnefningu í flokknum „Myndlýsingaröð,“ en dagatalið í ár var hannað af Þorleifi Gunnarssyni og Aton JL.
Dómnefndir eru skipaðar fagfólki, grafískum hönnuðum og myndskreytum. Alls voru innsendingar í keppnina um 400 talsins.