Vasapeningar

Mæðgin í tölvu

Ein­fald­ari vasa­pen­ing­ar

Vasa­pen­ing­ar er fyr­ir­fram­greitt kort fyr­ir 9-18 ára. Kort­ið er hent­ug leið fyr­ir for­sjár­að­ila til að láta barn­ið hafa vasa­pen­inga.

Kort sem einfaldar lífið

Forsjáraðili fær góða yfirsýn yfir notkun á kortinu í appinu og barnið sér stöðuna á kortinu með því að nota QR-kóðann á bakhlið kortsins og í appinu.

Meira öryggi
Lokað fyrir kaup hjá t.d. veðmálasíðum og einungis hægt að ráðstafa þeirri inneign sem búið er að leggja inn á kortið.
Þægilegra
Auðveldar forsjáraðilum aðgengi og yfirsýn. Það er einfalt að leggja pening inn á kortið í appinu og netbankanum.
Hentar fyrir vefverslun
Eingöngu hægt að nota það sem lagt er inn á kortið. Sparnaður barnsins er á öðrum reikningi, aðskilinn frá kortinu.

Svona sækir þú um Vasapeningakort

Það er einfalt fyrir forsjáraðila að sækja um kortið í Landsbankaappinu. Appið finnur þú í App Store eða Google Play Store.

Í appinu getur þú sem forsjáraðili og eigandi korts:

Séð stöðu og færslur
Sótt PIN
Greitt inn á kort
Fryst kort
Stillt vöktun
Stelpur á hjóli

Notkun á kortinu

Þú sérð kortanúmerið strax í appinu en kortið sjálft færðu sent í pósti og þú sækir PIN-númerið í appið eða netbankann.

Greiðsla

Greiðslur með síma og úri

Einstaklingar 13 ára og eldri geta skráð kortin sín í Apple Pay og einstaklingar 16 ára og eldri geta skráð kortin sín í Google Pay.

Áður en kortið er sett í síma eða úr barnsins þarf að hafa samband við okkur í síma 410 4000. Þetta er nauðsynlegt til að uppfylla öryggisreglur.

Fræðsla fyrir börn

Við mælum með því að fara yfir virkni kortsins með barninu og skoða saman hvernig barnið getur fylgst með stöðunni. Til að einfalda málin höfum við tekið saman fræðslu fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjármálum.

Hvaða upplýsingar vinnur bankinn um þig?

Persónuvernd þýðir að þú átt rétt á þínu einkalífi. Bankinn biður þig ekki um meiri upplýsingar en hann þarf.

Aldrei of snemmt að byrja að spara

Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast. Það er gaman að sjá fjárhæðina hækka og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum.

Fingur, auga eða rödd í stað lykilorða
Verum örugg á netinu

Landsbankinn vill stuðla að auknu netöryggi og birtir aðgengilega umfjöllun um netöryggi og ráðleggingar um hvernig forðast má netsvik.

Algengar spurningar

Við stofnun kortsins samþykkir forsjáraðili sérstaka vöruskilmála sem lesa má hér: Skilmálar Vasapeninga

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Fjölskylda úti í náttúru
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur