Sjálfbærnistyrkir
Sjálfbærnistyrkir
Við veitum 10 milljónir króna árlega úr Sjálfbærnisjóði bankans til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að sjálfbærni. Miðað er við að hver styrkur sé að upphæð 1.000.000 - 2.000.000 krónur.

Áhersla á orkuskipti
Við leitumst við að styrkja þróun og rannsóknir á lausnum sem hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágu kolefnisspori.
Styrkirnir eru ekki síst ætlaður nemendum og sprotafyrirtækjum.
Styrkhæfar lausnir geta verið í formi þróunar vélbúnaðar, hugbúnaðar, framleiðsluferlis eða annars. Við skoðum einnig verkefni þar sem frekari rannsókna er þörf og styrkjum rannsóknarfasa.

Umsóknarferlið
Við hvetjum umsækjendur til að senda öll þau gögn sem geta komið að gagni við mat á umsóknum og gera skýra grein fyrir því hvernig styrk yrði varið.
Sérstök dómnefnd fer yfir umsóknir þegar umsóknarfresturinn er liðinn. Dómnefndin er skipuð tveimur sérfræðingum úr skóla- og atvinnulífinu ásamt tveimur fulltrúum bankans.
Umsóknarfrestur var til og með 18. júní 2024.

Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni.

Áhætta vegna loftslagsbreytinga er gjarnan metin út frá því hver áhrifin verða eftir nokkra áratugi.

Áherslur bankans í sjálfbærni skiptast í umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.