Fréttir

Fimm áhuga­verð verk­efni hljóta sjálf­bærnistyrk

Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. september 2024

Verkefnin eiga það öll sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að frekari sjálfbærni í atvinnulífi og samfélaginu öllu.

Sérstök áhersla er á orkuskipti við úthlutun styrkjanna og styðja þeir við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og númer 9 um nýsköpun og uppbyggingu.

Öll verkefnin hlutu styrki upp á tvær milljónir króna en í ár bárust um 40 umsóknir.

Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024

Sjálfbærnistyrkir 2024:

Use See

Use See - sjálfbærniþjálfun og aðlögun fyrir skapandi greinar hlaut tveggja milljóna króna styrk. Styrkurinn nýtist til þróunar á fræðsluefni, þjálfun og stuðningi til handa fólki sem starfar í skapandi greinum og mun gera þeim kleift að taka upp sjálfbæra starfshætti án mikils tilkostnaðar.

Með fjármögnun á þróun náms- og kennsluefnis mun fyrirtækið USE SEE bjóða upp á opin námskeið á netinu sem allir í skapandi greinum geta sótt, sér að kostnaðarlausu.

Námsefnið og þróun þess byggir á aðlögun á námskeiði um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu sem fyrirtækið þróaði í vetur fyrir íslenska kvikmyndagerð. 

Dýpi

Dýpi hlaut tveggja milljóna króna styrk til þess að framleiða umhverfisvæna og sjálfbæra kalkmálningu úr kalkþörungum frá Vestfjörðum.

Framleiðslunni er ætlað að stuðla að verndun og endurnýjun náttúrunnar þar sem kalkmálningin er bæði einstök og vistvæn.

Dýpi leggur áherslu á framleiðslu á hágæðavöru sem er unnin úr kalkþörungum sem hlaðast upp á hafsbotni Arnarfjarðar. Kalkþörungarnir eru nauðsynlegir fyrir lífríki sjávar og grisjun þeirra stuðlar að heilbrigði hafsins. 

Icebatt

Icebatt ehf. hlaut tveggja milljóna króna styrk til að endurnýta og gefa notuðum rafbílarafhlöðum nýtt líf eftir að hefðbundin notkun þeirra er á enda.

Enginn markaður er fyrir notaðar rafbílarafhlöður sem stendur þó að tugir rafbíla lendi í tjónum á ári hverju og aðrir partar séu nýttir áfram.

Markmið Icebatt er að koma notuðum rafbílarafhlöðum í notkun og gefa þeim nýtt líf með því að nota þær í lítil afl- og varaaflkerfi fyrir t.d. fjarskipta-, neyðar- og eftirlitskerfi. Með því að taka þær í sundur og raða þeim saman í minni einingar er komið í veg fyrir urðun rafhlaðnanna og verðmæti sköpuð í stað förgunar. 

Sps

SPS ehf. hlaut tveggja milljóna króna styrk til að fullþróa gervigreindarlíkanið GreenFish sem spáir fyrir um magn, gæði og fyrirhugaða samsetningu afla fiskiskipa eftir landfræðilegum hnitum, byggt á víðfeðmu safni sjávargagna og veðurfræðilegra gagna.

Líkanið nýtir söguleg gögn til að spá fyrir um veiðiafrakstur, aðstoða við auðlindastjórnun og stórauka sjálfbærni veiðiaðferða auk þess að spá fyrir um líklegustu staðsetningu flökkustofna, svo sem loðnu og makríls, á leið þeirra um íslensku lögsöguna.

Með því má meðal annars draga úr kolefnislosun og olíunotkun í sjávarútvegi, tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna og bæta samsetningu og gæði afla.

Livefood

Livefood ehf. hlaut tveggja milljóna króna styrk til að þróa áfram íslenska hágæðagrænkeraosta sem eru með svipað bragð og áferð og hefðbundnir ostar.

Framleiðslan fer fram í Hveragerði og nýtir hveragufu en til stendur að nýta jarðvarmann enn frekar við framleiðsluna og verður styrknum varið til að finna lausnir í tækjabúnaði til framtíðar.

Um er að ræða fyrstu og einu grænkeraostaverksmiðjuna á Íslandi og er áhersla lögð á að hún sé samkeppnishæf við bæði hefðbundna osta og innflutta grænkeraosta.

Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024

Í úthlutunarnefnd 2024 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum, Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur