Fréttir

Fjöl­breytt verk­efni fá sjálf­bærnistyrk Lands­bank­ans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Sjálfbærnistyrkir 2022
20. júní 2022

Verkefnin eru fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Sérstök áhersla var lögð á að styðja við þróun lausna sem hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágt kolefnisspor.

Fjögur verkefni hlutu styrk að fjárhæð 2 milljónir og tvö verkefni að fjárhæð 1 milljón króna. Alls bárust sjóðnum tæplega 50 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2022

2.000.000 kr.

Icewind - Vindtúrbínur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum. Stefnt er að því koma nýjustu útgáfunni í prófanir. Túrbínurnar eru hannaðar til að koma í stað díselvéla í fjarskipta-, eftirlits- og neyðarkerfum þar sem ekki er aðgangur að rafmagni.

SoGreen - Loftslagslausn sem miðar að því að minnka kolefnisspor verulega samtímis því að styrkja menntun stúlkna. Markmiðið er að brúa bilið milli fyrirtækja sem vilja kolefnisjafna rekstur með því að kaupa vottaðar kolefniseiningar, og samtaka sem leita eftir fjármagni til verkefna sem styrkja menntun og jafnrétti.

Snerpa Power - Markmiðið er að virkja raforkunotendur á Íslandi til þátttöku á raforkumarkaði, bæta þannig auðlindanýtingu og skapa aukið svigrúm fyrir orkuskiptin. Byggt er á hugbúnaðarlausn sem Snerpa Power hefur þróað.

Græn lína - Ráðgarður skiparáðgjöf. Verkefnið miðar að því að þróa og hanna nýjan 30 brúttótonna línubát með umhverfisvænum orku- og aflgjafa og stuðla þannig að minni útblæstri í sjávarúrvegi.

1.000.000 kr.

Gerosion – Þróun aðferðar til að nýta plastúrgang í stað kola í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu.

Spaksmannsspjarir - Verkefnið miðar að því að þróa og aðlaga nýjar, framsæknar aðferðir við hönnun, prufugerð og sölu á fatnaði sem styður við hringrásarhagkerfi textíls fyrir fatahönnun og fataiðnað framtíðarinnar.

Tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærnisjóður Landsbankans tengist tveimur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem við vinnum markvisst að hjá bankanum: Nr. 13., um aðgerðir í loftslagsmálum og nr. 9, um nýsköpun og uppbyggingu.

Í úthlutunarnefnd 2022 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans , Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon háskólakennari í Háskólanum í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Á myndinni eru styrkþegar ársins 2022 ásamt Söru Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Samfélags hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur