Fréttir

Fjöl­breytt verk­efni fá sjálf­bærnistyrk Lands­bank­ans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Sjálfbærnistyrkir 2022
20. júní 2022

Verkefnin eru fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Sérstök áhersla var lögð á að styðja við þróun lausna sem hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágt kolefnisspor.

Fjögur verkefni hlutu styrk að fjárhæð 2 milljónir og tvö verkefni að fjárhæð 1 milljón króna. Alls bárust sjóðnum tæplega 50 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2022

2.000.000 kr.

Icewind - Vindtúrbínur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum. Stefnt er að því koma nýjustu útgáfunni í prófanir. Túrbínurnar eru hannaðar til að koma í stað díselvéla í fjarskipta-, eftirlits- og neyðarkerfum þar sem ekki er aðgangur að rafmagni.

SoGreen - Loftslagslausn sem miðar að því að minnka kolefnisspor verulega samtímis því að styrkja menntun stúlkna. Markmiðið er að brúa bilið milli fyrirtækja sem vilja kolefnisjafna rekstur með því að kaupa vottaðar kolefniseiningar, og samtaka sem leita eftir fjármagni til verkefna sem styrkja menntun og jafnrétti.

Snerpa Power - Markmiðið er að virkja raforkunotendur á Íslandi til þátttöku á raforkumarkaði, bæta þannig auðlindanýtingu og skapa aukið svigrúm fyrir orkuskiptin. Byggt er á hugbúnaðarlausn sem Snerpa Power hefur þróað.

Græn lína - Ráðgarður skiparáðgjöf. Verkefnið miðar að því að þróa og hanna nýjan 30 brúttótonna línubát með umhverfisvænum orku- og aflgjafa og stuðla þannig að minni útblæstri í sjávarúrvegi.

1.000.000 kr.

Gerosion – Þróun aðferðar til að nýta plastúrgang í stað kola í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu.

Spaksmannsspjarir - Verkefnið miðar að því að þróa og aðlaga nýjar, framsæknar aðferðir við hönnun, prufugerð og sölu á fatnaði sem styður við hringrásarhagkerfi textíls fyrir fatahönnun og fataiðnað framtíðarinnar.

Tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærnisjóður Landsbankans tengist tveimur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem við vinnum markvisst að hjá bankanum: Nr. 13., um aðgerðir í loftslagsmálum og nr. 9, um nýsköpun og uppbyggingu.

Í úthlutunarnefnd 2022 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans , Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon háskólakennari í Háskólanum í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Á myndinni eru styrkþegar ársins 2022 ásamt Söru Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Samfélags hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Hagfræðideildar Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur