Vísi­tala heild­ar­launa og launa­vísi­tal­an – mis­mun­andi þró­un milli mark­aða

Ekki var mikill munur á ársbreytingu launavísitölu og vísitölu heildarlauna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Sé litið á þróunina á almenna og opinbera markaðnum hvorum fyrir sig kemur hins vegar mikill munur í ljós. Á almenna markaðnum hækkuðu heildarlaunin töluvert meira en launavísitalan, 12,6% á móti 8,6%. Þessu var algerlega öfugt farið á opinbera markaðnum þar sem heildarlaunin hækkuðu mun minna en launavísitalan, 10,8% á móti 15,9%.
Smiður
1. júlí 2021 - Greiningardeild

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 10,5% milli ára á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á sama tíma hækkaði vísitala heildarlauna um 10,8%.

Heildarlaun eru samtala allra launa einstaklinga og eru fengin úr staðgreiðslugögnum. Launavísitalan byggir hins vegar á launarannsókn Hagstofunnar og tímakaupi reglulegra launa í hverjum mánuði. Mæld eru greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þeim launum eru hvers konar álags- og bónusgreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili.

Ekki var mikill munur á ársbreytingu launavísitölu og vísitölu heildarlauna á fyrsta ársfjórðungi 2021. Sé litið á þróunina á almenna og opinbera markaðnum hvorum fyrir sig kemur hins vegar mikill munur í ljós. Á almenna markaðnum hækkuðu heildarlaunin töluvert meira en launavísitalan, 12,6% á móti 8,6%. Þessu var algerlega öfugt farið á opinbera markaðnum þar sem heildarlaunin hækkuðu mun minna en launavísitalan, 10,8% á móti 15,9%.

Nærtækasta skýringin á þessum mun milli markaða væri að vinnutíminn væri að breytast með mismunandi hætti, að lengjast á almenna markaðnum, en að styttast á þeim opinbera. Nákvæmar mælingar á vinnutíma milli markaða eru ekki fyrir hendi, en sé litið á vinnutímamælingar í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands má sjá að venjulegur vinnutími allra í úrtakinu styttist um 0,4 stundir á milli 1. ársfjórðunga 2020 og 2021. Á bak við 0,4 stunda styttingu vinnutíma eru auðvitað ýmsar undirstærðir, en það er þó ekki alveg augljóst  að vinnutími á almenna markaðnum hafi almennt aukist á þessu tímabili.

Vinnutími á opinbera markaðnum er hins vegar að styttast í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Munurinn á 16% hækkun launavísitölu og 11% hækkun heildarlauna er hins vegar nokkuð mikill og erfitt að sjá að stytting vinnutíma skýri þá stöðu að fullu.

Sé litið á þróun launavísitölu og heildarlauna innan nokkurra atvinnugreina á almenna markaðnum sést að staðan er mismunandi. Sums staðar hefur launavísitalan hækkað meira en heildarlaunin og annars staðar er þessu öfugt farið. Af sjö greinum hækkar launavísitalan meira í fjórum og heildarlaunin meira í þremur. Heildarlaunin hækka áberandi minna en launavísitalan í veitum og gisti- og veitingarekstri. Þar er um tvær greinar að ræða sem urðu væntanlega fyrir mjög mismunandi áhrifum af faraldrinum þannig að erfitt er að greina ástæður þessa munar.

Yfir lengri tíma breytast vísitala heildarlauna og launavísitalan yfirleitt með svipuðum hætti og svo var einnig á milli 1. ársfjórðunga 2020 og 2021. Það er hins vegar ljóst að þróunin á milli markaða getur verið mjög mismunandi á ákveðnum tímabilum. Yfirleitt ber að varast að draga of miklar ályktanir af breytingum á einstökum tímabilum, en sá munur sem hér hefur verið reifaður er athyglisverður. Í því sambandi ber einnig að hafa í huga að önnur vísitalan byggir á úrtaksrannsókn á vinnumarkaði en hin á skattgögnum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Vísitala heildarlauna og launavísitalan – mismunandi þróun milli markaða

Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur