Viku­byrj­un 21. nóv­em­ber 2022

Undanfarin ár, eða allt fram að heimsfaraldrinum, hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum við útlönd en að sama skapi myndarlegur afgangur á þjónustujöfnuði. Skýrist þetta meðal annars af því hversu stóran sess ferðaþjónustan skipar í íslenska hagkerfinu. Nýjustu gögn um bæði vöru- og þjónustujöfnuð eiga við um ágústmánuð 2022 og sé horft 12 mánuði aftur í tímann sést að á því tímabili ríkti nokkurn veginn jafnvægi milli vöru- og þjónustujafnaðar.
Ferðamenn við Strokk
21. nóvember 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

Á þriðjudag birtir Hagstofan launavísitöluna fyrir október.

Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun birt hjá Seðlabanka Íslands. Færa má rök fyrir bæði óbreyttu vaxtastigi og 0,25-0,50 prósentustiga hækkun, en við teljum líklegast að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum. Samhliða vaxtaákvörðuninni birtir bankinn Peningamál með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá.

Á fimmtudag birtir Síldarvinnslan uppgjör fyrir 3. ársfjórðung. Hagstofan birtir niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni fyrir 3. ársfjórðung.

Á föstudaginn birtir Hagstofan síðan vöru- og þjónustujöfnuð fyrir 3. ársfjórðung.

Mynd vikunnar

Undanfarin ár hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum við útlönd en að sama skapi myndarlegur afgangur á þjónustujöfnuði. Skýrist þetta meðal annars af því hversu stóran sess ferðaþjónustan skipar í íslenska hagkerfinu. Stór hluti aðfanga ferðaþjónustu kemur til frádráttar í vöruskiptajöfnuði (innflutningur á bílaleigubílum, bensín, hótel o.s.frv.), en tekjur ferðaþjónustunnar koma til viðbótar í þjónustujöfnuði. Á meðan uppsveiflan var sem mest í ferðaþjónustunni, fyrir heimsfaraldurinn, var afgangurinn af þjónustujöfnuði nægur til þess að vinna upp hallann af vöruskiptajöfnuði og skila að meðaltali um 10 milljörðum króna á mánuði í afgang af vöru- og þjónustujöfnuði. Nýjustu gögn um bæði vöru- og þjónustujöfnuð eiga við ágústmánuð 2022 og sé horft 12 mánuði aftur í tímann sést að á því tímabili ríkti nokkurn veginn jafnvægi milli vöru- og þjónustujafnaðar. Gögn eru komin frá Hagstofunni um vöruskiptajöfnuð í september og október en ekki þjónustujöfnuð. Í september og október var 43,8 og 57,7 milljarða króna halli á vöruskiptajöfnuði. Á háannatíma ferðaþjónstunna í júlí og ágúst var 41,3 og 43,3 milljarða króna afgangur af þjónustujöfnuði og er ólíklegt að afgangurinn af þjónustujöfnuði í september eða október nái að vinna upp á móti hallanum af vöruskiptajöfnuðinum á tímabilinu.

Það helsta frá vikunni sem leið

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% milli mánaða í október. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem mælingin kom okkur á óvart. Almennt hefur hægt á íbúðasölu og við gerðum ráð fyrir mun hófstilltari hækkun. Verð á sérbýli lækkaði um 0,7% eftir mikla hækkun mánuðinn áður. Mikið flökt er á mælingum á sérbýli milli mánaða þar sem færri samningar eru undir og því varasamt að lesa mikið í þá þróun. Það kemur meira á óvart að fjölbýli hækkaði um 0,9% milli mánaða en á síðustu mánuðum hefur smám saman dregið úr hækkunum á fjölbýli þar til lækkun mældist milli mánaða í september.

Í síðustu viku fóru fram verðmælingar fyrir nóvembermælingu vísitölu neysluverðs og við birtum verðbólguspá. Við eigum von á að verðbólgan mælist 9,3% í nóvember og í 9,5% í desember. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en við áttum von á fyrir mánuði síðan en þá spáðum við 8,6% í nóvember og 8,4% í desember. Skýrist munurinn af því að krónan hefur veikst nokkuð og að bæði vísitala íbúðaverðs og vísitala neysluverðs í október sem komu í millitíðinni voru hærri en við áttum von á.

Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram 7. til 9. nóvember. Samkvæmt miðgildi könnunarinnar gera markaðsaðilar ráð fyrir að verðbólgan hafi náð hámarki á 3. ársfjórðungi í ár og verði komin niður í 5,0% á 4. ársfjórðungi 2023. Miðgildi væntinga til meðalverðbólgu næstu 5 árin lækkuðu úr 3,8% í 3,6%. Miðað við miðgildi svara gera markaðsaðilar ráð fyrir að meginvextir hafi náð hámarki í 5,75% og haldist óbreyttir út annan ársfjórðung á næsta ári.

Seðlabankinn birti gögn um greiðslukortaveltu í október. Alls nam greiðslukortavelta heimila 97 mö. kr. í október og jókst um 2% milli ára að raunvirði sem er talsvert hægari vöxtur en síðustu mánuði þar á undan. Líkt og á síðustu mánuðum er vöxturinn í neyslu Íslendinga alfarið tilkominn frá útlöndum, en kortavelta íslenskra heimila erlendis nam alls 21,5 mö. kr. og jókst um 39% milli ára að raunvirði. Íslendingar slógu met í ferðalögum í október þegar tæplega 72 þúsund brottfarir Íslendinga mældust í gegnum Leifsstöð og hafa þær ekki verið fleiri í einum mánuði síðan í júní 2018. Kortaveltujöfnuðurinn mældist neikvæður um 4,3 ma. kr. í október, þ.e.a.s. Íslendingar straujuðu kortin meira erlendis en ferðamenn gerðu hér á landi.

Af áhugaverðum hagtölum í síðustu viku birti Hagstofan manntal fyrir 2021, skammtímahagvísa í ferðaþjónustu og þjónustujöfnuð fyrir ágúst.

Í síðustu viku héldu Lánamál ríkisins aukaútboð ríkisvíxla og útboð ríkisbréfa, Íslandsbanki hélt útboð á grænum skuldabréfum, Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð og Landsbankinn hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum.

Reitir, Brim og Iceland Seafood birtu árshlutauppgjör.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 21. nóvember 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur