Vikubyrjun 2. desember
Vikan framundan
- Klukkan 9 í dag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnum á 3. ársfj. og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins.
- Á miðvikudag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda farþega um Leifsstöð í nóvember.
- Á föstudag birtir Icelandair flutningstölur fyrir nóvember.
Mynd vikunnar
Eftir samfelldan hagvöxt frá 2011 til 2018 sjáum við fram á lítilsháttar samdrátt í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum fyrir fyrstu 9 mánuði ársins mældist 0,2% hagvöxtur, en við spáum 0,4% samdrætti í ár. Framlag helstu undirliða til hagvaxtar á fyrstu níu mánuðunum er mjög svipað og við spáum fyrir árið í heild. Mesti munur á spá okkar og mælingu Hagstofunnar liggur í mun meiri samdrætti á innflutningi (-9,7%) en við búumst við fyrir árið í heild (-6,4%), en samdráttur á innflutningi kemur til hækkunar hagvexti.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,13% milli mánaða og mælist verðbólgan nú 2,8%.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar mældist 0,2% hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins.
- Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á 3. ársfj. var 56 ma. kr., sem er minnsti afgangur á 3. ársfj. síðan 2010.
- Þjónustujöfnuður dróst saman um 20 ma. kr. milli ára á 3. ársfj.
- Íbúðalánasjóður hélt Húsnæðisþing þar sem lögð var fram skýrsla um stöðu og þróun Húsnæðismála.
- Frá því í júní hefur árshækkun launa verið föst í 4,2%-4,3%.
- Seðlabankinn birti glærur frá erindi seðlabankastjóra á málþingi um hagstjórn síðustu 100 ár og frá erindi aðstoðarseðlabankastjóra á fundi hjá Samiðn.
- Icelandair birti flugáætlun fyrir 2020.
- Eimskip tilkynnti um sölu á þremur fiskiskipum.
- Iceland Seafood birti 9 mánaða uppgjör.
- Hagstofan birti niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
- Orkuveita Reykjavíkur birti árshlutauppgjör.
- Lykill fjármögnun gaf út nýjan skuldabréfaflokk, Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 2. desember 2019 (PDF)