Vikubyrjun 11. febrúar
Vikan framundan
- Í dag birta Lánamál ríkisins markaðsupplýsingar.
- Á morgun birtir Eik ársuppgjör.
- Á miðvikudaginn birta Arion banki og Íslandsbanki ársuppgjör.
- Á fimmtudag birta Heimavellir ársuppgjör. Þá koma einnig tölur yfir greiðslumiðlun frá Seðlabankanum.
- Á föstudag birta Sjóvá og TM ársuppgjör.
Mynd vikunnar
Fjöldi erlendra ferðamanna nam 139 þúsund í janúar og fækkaði um 5,8% miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er einungis í annað sinn sem að ferðamönnum fækkar á 12 mánaða grundvelli síðan í september árið 2010, en hitt skiptið var í apríl á síðasta ári, þegar ferðamönnum fækkaði um 3,9%. Fækkunin nú í janúar var hlutfallslega sú mesta á 12 mánaða grundvelli síðan í maí 2010. Bandaríkjamenn eru flestir erlendra ferðamanna en 30% ferðamanna á síðasta ári voru Bandaríkjamenn. Komum Bandaríkjamanna fækkaði um 11,9% í janúar sem er mesta fækkun þeirra síðan í janúar 2010.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Stýrivöxtum Seðlabankans var haldið óbreyttum en jafnframt kom út lítil útgáfa Peningamála með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Seðlabankinn færði hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár niður, úr 2,7% í 1,8%.
- Erlendum ferðamönnum fækkaði um 5,8% í janúar frá sama mánuði í fyrra.
- Landsbankinn, Icelandair og Marel birtu ársuppgjör.
- Atvinnuleysi mældist 2,4% á fjórða ársfjórðungi.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir janúar.
- Hagstofan birti tölur um:
- Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og Orkuveita Reykjavíkur gaf út græn skuldabréf.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 11. febrúar 2019 (PDF)