Um mis­skiln­ing um launa­vísi­töl­una

Sú kenning hefur verið sett fram að skýringin á mikilli hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum sé að lægra launaðir hópar hafi dottið út af vinnumarkaði og hærra launaðir hópar vegi því meira í nýjustu mælingum.
Smiður að störfum
16. desember 2020 - Greiningardeild

Þessi kenning byggir á misskilningi á því sem launavísitölunni er ætlað að mæla. Launavísitalan er verðvísitala sem mælir kostnað á vinnustund og hún gerir það með pöruðum hætti, þ.e. að einungis þeir eru mældir sem eru til staðar bæði í upphafi og lok mælingartímabils. Þá má ætla að nær allar þær breytingar sem hafa hækkað launavísitöluna á síðustu mánuðum séu innan ramma kjarasamninga.

Sú kenning hefur verið sett fram að skýringin á mikilli hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum sé að lægra launaðir hópar hafi dottið út af vinnumarkaði og hærra launaðir hópar vegi því meira í nýjustu mælingum. Þessi kenning byggir á misskilningi á því sem launavísitölunni er ætlað að mæla. Launavísitalan er verðvísitala sem mælir kostnað á vinnustund og hún gerir það með pöruðum hætti, þ.e. að einungis þeir eru mældir sem eru til staðar bæði í upphafi og lok mælingartímabils. Sé það tilvikið að laun séu almennt að hækka vegna þess að lægra launaðir hópar detti út kæmi sú hækkun til viðbótar við þá hækkun sem launavísitalan mælir.

Breytingar af þessu tagi mætti sjá í vísitölu heildarlauna, sem er önnur launamæling sem Hagstofan framkvæmir. Hluti umræðunnar um launavísitöluna á undanförnum vikum sýnir því greinilega að einhverjir misskilja hvað veldur athyglisverðri þróun hennar.

Í október hafði launavísitalan hækkað um 7,1%, á síðustu 12 mánuðum þar á undan sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018. Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni hluta ársins 2019, en hefur verið vel ofan við 6% allt frá því í apríl. Hvað sem mönnum kann að finnast er þessi mikla hækkun launavísitölu óneitanlega dálítið sérstök miðað við stöðu hagkerfisins og þann mikla slaka sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu mánuði.

Það er algert grundvallaratriði að útreikningur launavísitölunnar byggir á pöruðum samanburði sem þýðir að breyting launa er mæld á milli samliggjandi tímapunkta hjá fastri einingu, þ.e. sama einstaklingnum, sem er algeng aðferð við gæðaleiðréttingar verðvísitalna. Í sérlögum um launavísitöluna kemur fram að launavísitalan eigi að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Ekki er ætlast til að breytingar á vinnutíma og samsetningu hans hafi áhrif á launavísitölu nema um sé að ræða samningsbundnar breytingar sem jafna má við launabreytingar.

Ætla má að nær allar þær breytingar sem hafa hækkað launavísitöluna á síðustu mánuðum séu innan ramma kjarasamninga. Oft hefur vísitalan hækkað vegna spennu á vinnumarkaði og umframeftirspurnar eftir ákveðnum störfum, en því er ekki til að dreifa nú. Líklegar ástæður mældra hækkana nú eru að ýmsar álagsgreiðslur hafi verið hærri en mánuðina á undan. Þá hefur einnig verið bent á auknar bónusgreiðslur auk þess sem augljóst er að nokkrir nýlega gerðir kjarasamningar, sumir afturvirkir, hafa hækkað vísitöluna.

Allar þessar ástæður eru innan ramma kjarasamninga. Þessu til viðbótar má nefna tvo þætti sem hafa skipt máli á árinu 2020 og eiga eftir að skipta miklu máli á næstu mánuðum. Þar er um að ræða styttingu vinnutímans og lengingu orlofs. Báðir þessir þættir fela í sér minna vinnuframlag á móti sömu launum.

Nú um áramótin verður um töluverða vinnutímastyttingu að ræða samkvæmt ýmsum kjarasamningum opinberra starfsmanna og síðar á árinu kemur til framkvæmda vinnutímastytting vegna vaktavinnu. Þá hefur verið samið um lengingu orlofs fyrir ýmsa hópa. Breytingar af þessu tagi munu væntanlega leiða til hækkunar á launavísitölu, jafnvel þó launagreiðslur hækki ekki. Verðið fyrir vinnustundina hækkar og þar með hækkar launavísitalan.

Frá nóvember 2019 fram til apríl 2020 hækkaði launavísitalan um 4,8% og það var mat Hagstofunnar að 0,7% þeirrar breytingar hafi komið til vegna vinnutímastyttingar á almennum markaði. Launavísitalan hefði því hækkað um 4,1% á þessu tímabili hefði vinnutímastytting ekki komið til.

Hagstofa Íslands birtir einnig aðra mælikvarða á breytingar launa. Þar er t.d. um að ræða vísitölu heildarlauna og breytingar á meðallaunum og þar að auki gefa breytingar á atvinnutekjum einnig vísbendingar um launabreytingar.

Vísitala heildarlauna er þannig mat sem byggir á staðgreiðsluskyldum launum og áætlunum um greiddar vinnustundir út frá launarannsókn Hagstofunnar. Sú vísitala er birt ársfjórðungslega og eru breytingar hennar yfir lengri tíma ekki mjög frábrugðnar breytingum á launavísitölunni. Nýjustu tölur um vísitölu heildarlauna eru frá 2. ársfjórðungi í ár og þar er reyndar ekki að finna neinn stuðning við þá kenningu að laun séu að hækka vegna þess að lægra launaðir hópar hverfi af vinnumarkaði. Vísitala heildarlauna hefur lækkað miðað við síðasta ár allt frá 3. ársfjórðungi 2019 vegna þess að tekjur eru almennt að lækka, m.a. vegna styttri vinnutíma og aukins atvinnuleysis.

Launavísitala Hagstofunnar er sá mælikvarði á launabreytingar sem er jafnan mest í umræðunni, enda birtast upplýsingar um hana mánaðarlega. En launavísitalan sýnir alls ekki breytingar meðallauna, þó það virðist vera algengur misskilningur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Um misskilning um launavísitöluna (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur