Tölu­verð hækk­un launa­vísi­tölu í nóv­em­ber

Launavísitalan hækkaði um 7,3% milli nóvembermánaða 2019 og 2020. Vísitala neysluverðs hækkaði 3,5% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er töluverð, eða 3,7%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum.
Háþrýstiþvottur
21. desember 2020 - Greiningardeild

Samantekt

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli október og nóvember samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%, sem er mesta ársbreyting frá því í apríl 2018.

Í nóvember 2019 hækkaði launavísitalan um 0,2% og þá var ársbreytingin 4,2% þannig að launaþróunin er öllu hraðari nú en þá var. Breytinguna nú má að hluta rekja til hækkunar aukagreiðslna hjá opinberum starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum og þá hafa kjarasamningar kennara einnig áhrif, en þeir komu til framkvæmda í október og nóvember.

Vísitala neysluverðs hækkaði 3,5% milli nóvembermánaða 2019 og 2020. Launavísitalan hækkaði um 7,3% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára er áfram töluverð, eða 3,7%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir aukna verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitala hefur haldið nokkuð vel síðustu mánuði og var kaupmáttur launa í október einungis 0,1% minni en í apríl, þegar hann var í sögulegu hámarki.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá 3. ársfjórðungi 2019 fram til sama tíma 2020 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 6% á þessum tíma og um 8,1% á þeim opinbera, 7,5% hjá ríkinu og 8,8% hjá sveitarfélögunum. Mæld launavísitala hækkaði um 6% á sama tíma.

Því virðist sem opinberi markaðurinn hafi verið leiðandi í launabreytingum á þessum tíma, enda voru kjarasamningar gerðir mun seinna á opinbera markaðnum en á þeim almenna. Á síðustu misserum myndaðist bil á milli launaþróunar á þessum tveimur mörkuðum þar sem kjarasamningar á opinbera markaðnum voru gerðir mun seinna en á þeim almenna. Þetta bil hefur nú næstum verið brúað að fullu, eins og reyndin hefur alltaf verið yfir lengra tímabil.

Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun skrifstofufólks mest milli 3. ársfjórðunga 2019 og 2020, um 7,9%. Laun verkafólks hækkuðu næst mest, um 7,6%. Laun stjórnenda hækkuðu minnst á þessu tímabili, eða um 3,6%. Launavísitalan hækkaði um 6% á þessu tímabili þannig að laun skrifstofu- og verkafólks hafa hækkað mun meira en meðaltalið og laun stjórnenda verulega minna.

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun á 3. ársfjórðungi mest milli ára í veitustarfsemi, um 9,8%, og minnst í byggingu og mannvirkjagerð, um 4,3%. Það lítur því út fyrir að minni umsvif í byggingarstarfsemi hafi minnkað launaþrýsting í þeim greinum.

Atvinnuleysi hefur aukist töluvert á síðustu mánuðum og var skráð almennt atvinnuleysi 10,6% í nóvember og atvinnuleysi vegna hlutabóta 1,4%. Heildaratvinnuleysi var því 12% í nóvember og hefur ekki verið meira í annan tíma.

Óvissa um þróun hagkerfisins og baráttuna við veirufaraldurinn er enn mikil og þróun atvinnustigs er óneitanlega nátengt árangri á þeim sviðum. Eins og staðan er núna er því miður líklegt að atvinnuleysi verði áfram meira á næstu mánuðum en við eigum að venjast.

Ef horft er á launaþróun í fyrri kreppum má sjá að sú jákvæða launaþróun sem við sjáum nú er ekki beint í takt við slakan vinnumarkað. Laun munu almennt hækka á vinnumarkaðnum samkvæmt kjarasamningum í byrjun janúar og haldi verðlagsþróun áfram með svipuðum hætti má enn búast við áframhaldandi kaupmáttaraukningu.

Þessi staða er dálítið sérstök og ný í íslenskri hagsögu. Í kreppum til þessa hefur kaupmáttur launa yfirleitt lækkað verulega, en atvinnustigið haldið nokkuð vel. Lengi vel tókst okkur að vernda atvinnustigið í kreppum. Í síðustu tveimur kreppum hefur orðið breyting hvað það varðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Töluverð hækkun launavísitölu í nóvember (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Fjölbýlishús
21. feb. 2025
Íbúðaverð tók stökk í janúar
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur