Við spáum því að verðbólgan mun vaxa aðeins fram á mitt ár en þá gerum við ráð fyrir 7% verðbólgu. Upp frá því mun taka við hæg verðbólguhjöðnun. Við spáum við því að verðbólga án húsnæðis haldi einnig áfram að vaxa og að hún fari hæst í 5,6% í ágúst áður en hún hjaðnar á ný.
Þeir liðir sem vega langmest til hækkunar verðlags milli mars og apríl eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar reiknuð húsaleiga. Samtals skýra þessir liðir um 60% af heildarhækkun verðlags milli mánaða.
Verðbólga í mars reyndist svipuð og við spáðum
Verðbólgan var 6,7% í mars og en við höfðum spáð 6,8% verðbólgu. Þetta var fyrsta mælingin síðan í nóvember þar sem verðbólga reyndist minni en við spáðum. Húsnæðisverð hækkaði meira en við áttum von á. Á móti vó að föt og skór og flugfargjöld hækkuðu minna en við væntum.