Mesta verðhækkunin á íslenska hlutabréfamarkaðnum
Mikill áhugi hefur verið á þeim útboðum sem farið hafa fram frá því í fyrra en þessi þróun hófst með útboði Icelandair. Síðan hafa 4 félög verið skráð á markað: Íslandsbanki, Play, Síldarvinnslan og Solid Clouds.
Miklar hækkanir á markaðnum hér á landi á síðustu 12 mánuðum skera sig nokkuð frá hækkunum annarra markaða. Þannig var næstmesta hækkunin í Svíþjóð 41,7% og var hækkunin hér á landi því 23,7 prósentustigum meiri. Þriðja mesta hækkunin var í Þýskalandi, 37,7%, en hækkanir á hinum Norðurlöndunum lágu á bilinu 30,4-35,9%. Markaðurinn í Bandaríkjunum hefur hækkað um 29,2% og um 24,6% í Kanada. Markaðurinn í Bretlandi hefur hækkað um 23% en Asíuríkin Japan og Kína reka lestina. Hækkunin í Japan á þó meira skylt með hækkun annarra markaða, en hún var 21,2%. Kína sker sig verulega frá en þar hefur hækkunin einungis verið 4,4%.