Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 2.200 m.kr. á kröfunni 4,35% (0,56% álag á ríki) í útboði 10. nóvember. Arion banki seldi bréf í flokknum ARION CB 24 að fjárhæð 1.720 m.kr. á kröfunni 3,85% (0,27% álag á ríki) í útboði 3. nóvember. Seld voru áður útgefin bréf. Íslandsbanki hélt ekki útboð í nóvember.
LBANK CB 21, að fjárhæð 6.820 m.kr., var á gjalddaga 30. nóvember. ARION CBI 21, að nafnvirði 10.220 m.kr,. er á gjalddaga 16. desember.
Frá áramótun hefur krafan á öllum óverðtryggðu bréfunum hækkað og er ávöxtunin á bilinu -2,1% til 0,7%. Krafan á flestum verðtryggðum bréfum hefur lækkað frá áramótum og er ávöxtunin á þeim mun betri, eða á bilinu 4,3% til 8,2%.