Hús­næð­isverð lyft­ir verð­bólgu aft­ur í 8,0%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,38% milli mánaða í nóvember og við það hækkaði ársverðbólga úr 7,9% í 8,0%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir en kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hækkaði umfram spá okkar. Verð á flugfargjöldum lækkaði meira en við spáðum.
Íbúðir
29. nóvember 2023

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,38% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga hækkar því aftur í 8,0%, úr 7,9% í október. Við höfðum spáð 0,47% hækkun á milli mánaða og að ársverðbólga yrði 8,1%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,04% á milli mánaða og ársbreytingin lækkaði úr 7,3% í 7,2%. Að húsnæðisliðnum undanskildum eru breytingar milli mánaða því ekki miklar.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði vegur langþyngst til hækkunar

Helsti munurinn á milli spár okkar og mælingar Hagstofunnar er að verð á mat og drykkjarvörum hækkaði minna en við spáðum. Á móti lækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda nokkuð meira en við héldum. Íbúðaverð hækkaði einnig umfram okkar spá, en mæling Hagstofunnar á vísitölu íbúðaverðs hækkaði meira á höfuðborgarsvæðinu en vísitala íbúðaverðs, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun reiknar.

Aðeins um helstu liði:

  • Reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,1% (+0,4% áhrif á vísitöluna) milli mánaða í nóvember þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækkaði um 1,4% en áhrif vaxta voru 0,7% til hækkunar. Markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækkaði því meira en við höfðum gert ráð fyrir en áhrif vaxta voru eins og við höfðum spáð. Markaðsverð íbúðarhúsnæðis sem Hagstofan reiknar tekur tillit til landsins í heild, en fyrr í mánuðinum gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og sú vísitala hækkaði um 0,9% milli mánaða, þar sem fjölbýli hækkaði um 0,5% og sérbýli um 2,5%. Mæling Hagstofunnar sýndi 0,7% hækkun á fjölbýli og 2,7% fyrir sérbýli. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar hækkaði íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins um 1,9% milli mánaða í október.
  • Verð á matvöru hækkaði um 0,2% (+0,02% áhrif) á milli mánaða, en við höfðum gert ráð fyrir 0,8%. Við bjuggumst við því að verð á mjólkurafurðum myndi hækka meira, en verðhækkun vegna ákvörðunar verðlagsnefndar búvara hefur því verið komin inn að mestu leyti í síðasta mánuði. Verð á kjöti og fiski lækkaði töluvert milli mánaða.
  • Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 12,8% (-0,23% áhrif), en við höfðum gert ráð fyrir 8,9% lækkun. Flugfargjöld lækka alla jafnan í nóvember og nú eru þau svipuð og í nóvember í fyrra.

Húsnæði aftur sá undirliður sem vegur þyngst til hækkunar

Ársverðbólga jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða og er nú 8,0%. Framlag húsnæðis til ársverðbólgu jókst aftur á milli mánaða og fór hlutur þess úr 2,4 prósentustigum í 2,7 prósentustig. Hlutur innfluttra vara án bensíns hækkaði einnig lítillega á milli mánaða, eða úr 1,8 prósentustigum í 1,9 prósentustig. Hlutur bensíns lækkaði enn frekar sem og hlutur innlendra vara og þjónustu.

Gerum ráð fyrir 6,7% verðbólgu í febrúar

Töluverð óvissa er um þróun íbúðaverðs næstu mánuði, en við gerum ekki ráð fyrir jafn hröðum hækkunum og síðustu mánuði. Vísitalan sem Hagstofan notar fyrir húsnæði við útreikning VNV byggir á þriggja mánaða hlaupandi meðaltali, sem þýðir að hún segir til um meðalverðbreytingu síðustu þriggja mánaða. Í næsta mánuði kemur nóvembermæling íbúðaverðs inn í mælinguna og ágústmælingin dettur út. Í ágúst og september hækkaði vísitalan óvenjumikið og við teljum því líklegt að það hægi á hækkun vísitölunnar þegar þær mælingar detta út.

Við breytum ekki spá okkar um mánaðarbreytingar til næstu mánaða vegna þessarar verðbólgumælingar, en vegna þess að verðbólgan var lægri en við höfðum spáð þá lækkar spáin fyrir ársverðbólgu um 0,1 prósentustig næstu mánuði. Við spáum því að í desember verði verðbólga 8,2%. Í janúar gerum við ráð fyrir að verðbólgan lækki nokkuð og verði 7,3% þann mánuð og 6,7% í febrúar.

Mikil lækkun verðbólgunnar í janúar á næsta ári skýrist af því hversu verulega vísitalan hækkaði í janúar í ár og sá mánuður dettur út úr verðbólgunni í janúar á næsta ári.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Bakarí
24. jan. 2025
Stöðugri vinnumarkaður og minna skrið launahækkana
Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% árið 2024. Á síðustu mánuðum hefur hægt verulega á launahækkunum, bæði vegna minni kjarasamningsbundinna hækkana en síðustu ár og minna launaskriðs. Kaupmáttur hefur því sem næst staðið í stað og óhætt að segja að staðan á vinnumarkaði styðji nú mun betur við verðstöðugleika en áður.
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur