Samantekt
Við teljum að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda vöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 20. mars. Við teljum litlar líkur á hvort sem er vaxtahækkun eða vaxtalækkun að þessu sinni.
Á síðustu tveimur fundum nefndarinnar var ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentur í nóvember í fyrra en þeim hafði verið haldið óbreyttum undanfarna sjö fundi þar á undan. Meðlimir nefndarinnar voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum síðast en í desember setti einn nefndarmeðlimur sig á móti tillögu formanns nefndarinnar um óbreytta vexti og hefði heldur kosið 0,25 prósentustiga hækkun. Í febrúar íhugaði nefndin annars vegar óbreytta vexti og hins vegar vaxtahækkun upp á 0,25 prósentur.