Hag­sjá: Líf­leg­ur íbúða­mark­að­ur utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Vel hefur gengið að selja nýbyggingar og verðhækkanir eru víða meiri en á höfuðborgarsvæðinu.
4. nóvember 2019

Samantekt

Síðustu ár hefur íbúðaverð víða hækkað hraðar á þéttbýlissvæðum utan höfuðborgarsvæðis en innan þess. Í Árborg hefur verð tvöfaldast frá upphafi árs 2015 á sama tíma og verð hækkaði um 49% á höfuðborgarsvæðinu. Svipaða sögu er að segja um Reykjanesbæ þar sem verð hefur hækkað um meira en 90%. Verð á Akranesi og Akureyri hafa einnig hækkað meira en á höfuðborgarsvæðinu.

Á þeim svæðum þar sem verðhækkanir hafa verið hvað mestar hefur gengið vel að selja nýjar íbúðir. Líkt og greint var frá í Hagsjá Hagfræðideildar í síðustu viku hefur meirihluti seldra íbúða í Árborg á þessu ári verið í nýbyggingu. Ekkert var hins vegar selt af nýjum íbúðum þar á árunum 2015 og 2016 og því nokkuð skarpar verðhækkanir sem koma fram núna þegar nýjar, og þar með dýrari íbúðir, vega þyngra í sölu.

Fermetraverð nýbygginga er lægst í Árborg, tæplega 380 þús.kr., og hæst á höfuðborgarsvæðinu, rúmlega 550 þús.kr. Á báðum þessum svæðum eru seldar nýbyggingar tæplega 100 m2 að stærð. Á Akureyri er að finna næsthæsta fermetraverð nýbygginga, um 450 þús.kr., en seldar nýbyggingar, það sem af er ári, eru rúmlega 80 m2 að stærð þar. Í Reykjanesbæ hafa nýjar íbúðir selst á tæplega 400 þús. kr. á fermetra.

Margir þættir hafa áhrif þegar kemur að ákvörðun fólks um búsetusvæði og er lægra íbúðaverð sennilega með þeim veigamestu. Nýbyggingar eru á bilinu 25-32% ódýrari á hvern fermetra í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins samkvæmt þinglýstum kaupsamningum á árinu og hefur það mjög líklega sterk áhrif á val fólks um búsetusvæði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Líflegur íbúðamarkaður utan höfuðborgarsvæðisins (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Fjölbýlishús
21. feb. 2025
Íbúðaverð tók stökk í janúar
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.
Ferðamenn á jökli
19. feb. 2025
Færri ferðamenn en meiri kortavelta 
Um 122 þúsund ferðamenn komu til landsins í janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn voru 5,8% færri en á sama tíma í fyrra sem er á skjön við þróun síðustu mánaða, en allt frá því í júlí sl. hefur ferðamönnum fjölgað á milli ára. Þótt ferðamönnum hafi fækkað í janúar hélt kortavelta þeirra áfram að aukast. 
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Fólk við Geysi
17. feb. 2025
Vikubyrjun 17. febrúar 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur